Lífið

Gerður Kristný ávarpar Austurvöll

Frá mótmælafundi á Austurvelli.
Frá mótmælafundi á Austurvelli.

Áfram halda friðsamleg mótmæli á Austurvell. Á hverjum laugardegi streyma þúsundir manna á Austurvöll og krefjast afsagnar núverandi stjórnar Seðlabankans, afsagnar núverandi stjórnar Gjaldeyrsieftirlitsins og nýrra kosninga.

Yfirskrift fundanna hefur verið "Breiðfylking gegn ástandinu ". Fundurinn hefur einnig það markmið að sameina þjóðina og skapa meðal hennar samstöðu og samkennd.

Svo sannarlega er farið að gæta titrings meðal valdamanna vegna mótmælanna en betur má ef duga skal. Ekkert óttast sitjandi valdamenn meira en fjölmenn mótmæli og því er um að gera að fjölmenna. Að þessu sinni munu þau Gerður Kristný, rithöfundur og Jón Hreiðar Erlendsson ávarpa fundinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Torfasyni sem staðið hefur fyrir fundunum að undanförnu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×