Mörg þúsund manns mættu á Austurvöll 15. nóvember 2008 09:53 Útifundi á Austurvelli sem hófst klukkan þrjú er lokið. Undanfarna laugardaga hefur fólk komið saman fyrir framan Alþingishúsið og hefur fjölgað í þeim hópi með hverri vikunni sem líður. Aldrei hafa eins margir mætt og í dag og voru þúsundir manna samankomnir í miðbænum. Mótmælin fóru friðsamlega fram en eftir að fundi lauk var eggjum og klósettrúllum látið rigna á Alþingishúsið. Fyrir því stóð afmarkaður hópur mótmælenda en Hörður Torfason skipuleggjandi fundarins sagði í samtali við Stöð 2 að slík hegðun væri málstað almennings ekki til framdráttar. Á meðal ræðumanna voru Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöhundur, Andri Snær Magnason rithöfundur og Viðar Þorsteinsson heimspekingur. Viðar sagði nauðsynlegt að Lýðveldið Ísland verði stofnað upp á nýtt. Þannig megi ná fram hreingerningu í þjóðfélaginu. Hann hvatti til þess að almenningur tæki völdin og benti á að reiði almennings væri á suðupunkti. Viðar sagði einnig að valdhafar og auðmenn beiti fjölmiðlum landsins til þess að gera lítið úr mótmælum almennings. Þannig væri beinlínis logið að fólki að hættulegur „skríll" væri að mótmæla á Austurvelli. Viðar hvatti til þess að almenningur, sem taka mun á sig skuldirnar, gefi engan afslátt þegar kemur að því að breyta þjóðfélaginu og að lokum krafðist hann lýðræðis án skilyrða. Kristín Helga Gunnarsdóttir, líkti atburðum síðustu vikna við umferðarslys. Ríkisstjórnin hefði setið við stýrið á bremsulausri rútu á græðgishraðbrautinni sem hefði verið með bensínið í botni á eftir auðmönnum á sportbílum sem hefði endað með stórslysi. Kristín kallaði eftir því að gripið yrði til rafrænnar þjóðaratkvæðagreiðslu um allt sem varði þjóðarhag. Á sama tíma fór fram svipaður fundur á Akureyri í dag vegna efnhagsástandsins. Á Akureyri var gengið frá Samkomuhúsinu inn á Ráðhústorg þar sem meðal annars Valgerður Bjarnadóttir og Hlynur Hallsson tóku til máls. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Sjá meira
Útifundi á Austurvelli sem hófst klukkan þrjú er lokið. Undanfarna laugardaga hefur fólk komið saman fyrir framan Alþingishúsið og hefur fjölgað í þeim hópi með hverri vikunni sem líður. Aldrei hafa eins margir mætt og í dag og voru þúsundir manna samankomnir í miðbænum. Mótmælin fóru friðsamlega fram en eftir að fundi lauk var eggjum og klósettrúllum látið rigna á Alþingishúsið. Fyrir því stóð afmarkaður hópur mótmælenda en Hörður Torfason skipuleggjandi fundarins sagði í samtali við Stöð 2 að slík hegðun væri málstað almennings ekki til framdráttar. Á meðal ræðumanna voru Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöhundur, Andri Snær Magnason rithöfundur og Viðar Þorsteinsson heimspekingur. Viðar sagði nauðsynlegt að Lýðveldið Ísland verði stofnað upp á nýtt. Þannig megi ná fram hreingerningu í þjóðfélaginu. Hann hvatti til þess að almenningur tæki völdin og benti á að reiði almennings væri á suðupunkti. Viðar sagði einnig að valdhafar og auðmenn beiti fjölmiðlum landsins til þess að gera lítið úr mótmælum almennings. Þannig væri beinlínis logið að fólki að hættulegur „skríll" væri að mótmæla á Austurvelli. Viðar hvatti til þess að almenningur, sem taka mun á sig skuldirnar, gefi engan afslátt þegar kemur að því að breyta þjóðfélaginu og að lokum krafðist hann lýðræðis án skilyrða. Kristín Helga Gunnarsdóttir, líkti atburðum síðustu vikna við umferðarslys. Ríkisstjórnin hefði setið við stýrið á bremsulausri rútu á græðgishraðbrautinni sem hefði verið með bensínið í botni á eftir auðmönnum á sportbílum sem hefði endað með stórslysi. Kristín kallaði eftir því að gripið yrði til rafrænnar þjóðaratkvæðagreiðslu um allt sem varði þjóðarhag. Á sama tíma fór fram svipaður fundur á Akureyri í dag vegna efnhagsástandsins. Á Akureyri var gengið frá Samkomuhúsinu inn á Ráðhústorg þar sem meðal annars Valgerður Bjarnadóttir og Hlynur Hallsson tóku til máls.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði