Íslenski boltinn

Margrét Lára vonast til að semja við Linköpings

Margréti Láru er mjög spennt fyrir sænska liðinu
Margréti Láru er mjög spennt fyrir sænska liðinu Mynd/Hörður

"Þetta var bara framar öllum vonum," sagði landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir sem var að koma heim eftir að hafa skoðað aðstæður hjá sænska liðinu Linköpings.

"Mér líst mjög vel á aðstæður, stjórnina og leikmenn svo þetta lítur bara mjög vel út. Ég myndi segja að væru meiri líkur en minni á að ég semji við þetta félag. Ég get ekkert lofað því af því það það á eftir að ganga frá mörgum hlutum, en þetta kemur mjög sterklega til greina," sagði Margrét Lára í samtali við Vísi í dag.

Hún segist reikna með því að hennar mál komist á hreint í þessari viku eða næstu og ætlar að liggja undir feldi þangað til.

"Ég tel mjög miklar líkur á því að ég reyni að semja við þetta félag og vona að við getum gengið frá því sem fyrst," sagði hún.

Margrét Lára er staðráðin í að komast að hjá sterku liði og komast í toppform, enda er hún farin að hlakka til Evrópumóts landsliða á næsta ári.

"Það eru meiri líkur á því að maður spili vel þegar maður er í góðum aðstæðum og þær virðast mjög góðar hjá þessu liði. Þarna er gríðarleg samkeppni um stöður og það er mikilvægt fyrir mig. Ég vil vera í toppstandi og besta mögulega leikformi fyrir EM landsliða," sagði Margrét að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×