Sport

Gunnar Nelson með enn einn sigurinn

Gunnar Nelson
Gunnar Nelson

Íslenski bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson vann bæði til gull- og silfurverðlauna í Meistarakeppni Norður-Ameríku í uppgjafarglímu (North American Grappling Championship) en keppnin fór fram í New Jersey í gærkvöldi.

Þetta er gríðarlega fjölmenn og erfið keppni í íþróttinni og sigur í henni veitir fjölda stiga á styrkleikalistanum. Gunnar keppti í millivigt og í úrslitunum sigraði hann hinn þaulreyna Jorge "Macaco" Patino frá Brasilíu en sá á m.a. að baki 44 bardaga í blönduðum bardagaíþróttum. Patino er heimsþekktur innan heims bardagaíþróttanna, bæði sem keppnismaður og kennari, en hann rekur m.a. fjölda bardagaíþróttaskóla í Brasilíu.

Sigur Gunnars í keppninni og ekki síst á Patino vakti mikla athygli. Gunnar vann einnig til silfurverðlauna í þeim Gi hluta keppninnar en þar er keppt í búningi eins og þeim sem notaður er í Brasilísku Jiu Jitsu og Júdó.

Gunnar dvelst nú í New York við æfingar hjá einverjum þekktasta bardagaíþróttamanni allra tíma, Renzo Gracie, en Renzo kom hingað til lands í sumar og bauð Gunnari þá til sín til æfinga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×