Segir Davíð Oddsson hafa hótað því að taka Kaupþing niður 8. nóvember 2008 12:24 Sigurður Einarsson Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir að þeim Davíði Oddssyni hafi lent illilega saman á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í fyrra. Davíð hafi meðal annars hótað Sigurði að taka bankann niður ef þeir hættu ekki við umsókn sína um að fá að gera upp í evrum. Hann segir samskipti Seðlabankans við yfirstjórn Kaupþings hafa snarminnkað eftir að Davíð varð seðlabankastjóri. Sigurður segist hafa fundið fyrir óvild Davíðs í garð Kaupþings frá árinu 1997 þegar fjárfestingarbanki atvinnulífsins var seldur. „Sú óvild hefur verið viðvarandi allar götur síðan," sagði Sigurður og bætti því við að mjög óþægilegt hefði verið að reka stærsta banka landsins og hafa það á tilfinningunni „að öllum brögðum sé beitt til þess að koma á manni höggi, og að sú ágjöf komi frá æðstu mönnum þjóðarinnar." Sigurður sagðist hafa ýmsilegt fyrir sér í því og sagði að Kaupþingsmönnum hefði alltaf fundist sérkennilegt að Davíð hefði verið skipaður seðlabankastjóri eftir það sem á undan var gengið. Nægir þar að nefna gjörninginn þegar Davíð tók út allt sparifé sitt úr Búnaðarbankanum, en þá var hann forsætisráðherra landsins. Björn Ingi sagðist síðan hafa heimildir fyrir því að Sigurði og Davíð hefði lent saman á fundi alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. „Úr því þú spyrð, þá get ég staðfest að það er rétt," sagði Sigurður og bætti við að samskipti seðlabankans og yfirstjórnar Kaupþings hefði snarminnkað við þetta. Sigurður sagði að hluti af rifrildinu hefði snúið að því að Kaupþing hafði á þessum tíma lagt inn umsókn um að fá að gera upp í evrum. „Ég hef nú ekki mikla löngun í að vitna í svona samtöl en hann lét mjög óþægileg orð falla," sagði Sigurður sem staðfesti að Davíð hefði m.a hótað því að „taka þá niður" eins og hann orðaði það. „Mér var auðvitað mjög brugðið og ræddi þetta við mína nánustu samstarfsmenn." Aðspurður hvort þetta hefði verið ástæða þess að þeir hefðu hætt við að sækja um að fá að gera upp í evrum sagði Sigurður það hafa mætt mikill andstöðu í Seðlabanknaum og sú andstaða hefði verið byggð á mjög misráðandi rökum. „Við vorum jafnframt kallaðir ítrekað á fund í fjármálaráðuneytinu. Við töldum síðan að það væri ekki við hæfi að við værum í átökum við Seðlabankann og fjármálaráðuneytið. Fjármálaráðherra sagði að hann vildi síður þurfa að úrskurða í þessu máli og því drógum við umsókina til baka." Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir að þeim Davíði Oddssyni hafi lent illilega saman á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í fyrra. Davíð hafi meðal annars hótað Sigurði að taka bankann niður ef þeir hættu ekki við umsókn sína um að fá að gera upp í evrum. Hann segir samskipti Seðlabankans við yfirstjórn Kaupþings hafa snarminnkað eftir að Davíð varð seðlabankastjóri. Sigurður segist hafa fundið fyrir óvild Davíðs í garð Kaupþings frá árinu 1997 þegar fjárfestingarbanki atvinnulífsins var seldur. „Sú óvild hefur verið viðvarandi allar götur síðan," sagði Sigurður og bætti því við að mjög óþægilegt hefði verið að reka stærsta banka landsins og hafa það á tilfinningunni „að öllum brögðum sé beitt til þess að koma á manni höggi, og að sú ágjöf komi frá æðstu mönnum þjóðarinnar." Sigurður sagðist hafa ýmsilegt fyrir sér í því og sagði að Kaupþingsmönnum hefði alltaf fundist sérkennilegt að Davíð hefði verið skipaður seðlabankastjóri eftir það sem á undan var gengið. Nægir þar að nefna gjörninginn þegar Davíð tók út allt sparifé sitt úr Búnaðarbankanum, en þá var hann forsætisráðherra landsins. Björn Ingi sagðist síðan hafa heimildir fyrir því að Sigurði og Davíð hefði lent saman á fundi alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. „Úr því þú spyrð, þá get ég staðfest að það er rétt," sagði Sigurður og bætti við að samskipti seðlabankans og yfirstjórnar Kaupþings hefði snarminnkað við þetta. Sigurður sagði að hluti af rifrildinu hefði snúið að því að Kaupþing hafði á þessum tíma lagt inn umsókn um að fá að gera upp í evrum. „Ég hef nú ekki mikla löngun í að vitna í svona samtöl en hann lét mjög óþægileg orð falla," sagði Sigurður sem staðfesti að Davíð hefði m.a hótað því að „taka þá niður" eins og hann orðaði það. „Mér var auðvitað mjög brugðið og ræddi þetta við mína nánustu samstarfsmenn." Aðspurður hvort þetta hefði verið ástæða þess að þeir hefðu hætt við að sækja um að fá að gera upp í evrum sagði Sigurður það hafa mætt mikill andstöðu í Seðlabanknaum og sú andstaða hefði verið byggð á mjög misráðandi rökum. „Við vorum jafnframt kallaðir ítrekað á fund í fjármálaráðuneytinu. Við töldum síðan að það væri ekki við hæfi að við værum í átökum við Seðlabankann og fjármálaráðuneytið. Fjármálaráðherra sagði að hann vildi síður þurfa að úrskurða í þessu máli og því drógum við umsókina til baka."
Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira