Viðskipti innlent

Kaupþingsprinsar breyttust í einkahlutafélög korteri fyrir þjóðnýtingu

Forsti Reyr Rúnarsson og Ingvar Vilhjálmsson stofnuðu báðir einkahlutafélög í sömu viku og Kaupþing var þjóðnýttur.
Forsti Reyr Rúnarsson og Ingvar Vilhjálmsson stofnuðu báðir einkahlutafélög í sömu viku og Kaupþing var þjóðnýttur.

Ingvar Vilhjálmsson og Frosti Reyr Rúnarsson, sem starfa báðir hjá Kaupþingi, stofnuðu báðir einkahlutafélag í sömu viku og bankinn var þjóðnýttur. Ingvar færði hlut sinn í bankanum í einkahlutafélagið en Frosti Reyr ekki að sögn upplýsingafulltrúa bankans.

Ingvar Vilhjálmsson átti rúmlega hálft prósent í Kaupþingi sem var skráð á hans eigið nafn. Í vikunni sem Kaupþing var þjóðnýttur hafði Ingvar Vilhjálmsson hins vegar breyst í Ingvar Vilhjálmsson ehf á hlutahafalista bankans. Um var að ræða hlut sem metinn var á rúmlega 2,5 milljarða fyrir þjóðnýtingu. Með þessu minnkaði hann eigin ábyrgð þegar hluturinn varð að engu við þjóðnýtingu.

Frosti Reyr Rúnarsson stofnaði einkahlutafélagið FRR ehf í sömu viku og Kaupþing var þjóðnýttur. Að sögn Benedikts Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Kaupþings, var enginn hlutur í FRR ehf þegar bankinn var þjóðnýttur.

 













Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×