Innlent

Inga Jóna formaður stjórnar Listahátíðar

Inga Jóna Þórðardóttir.
Inga Jóna Þórðardóttir.
Inga Jóna Þórðardóttir tók við formennsku í stjórn Listahátíðar af Ingimundi Sigfússyni á fulltrúaráðsfundi Listahátíðar í Reykjavík sem haldinn var í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Ingimundur sest nú í sæti varaformanns í stað Ingu Jónu. Margrét Bóasdóttir situr áfram í stjórn hátíðarinnar fyrir hönd fulltrúaráðsins, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Listahátíð.

Fráfarandi formaður fulltrúaráðs, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, bauð einnig velkominn til starfa nýjan formann fulltrúaráðsins, borgarstjórann í Reykjavík, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Menntamálaráðherra varð frá og með fundinum varaformaður fulltrúaráðsins.

Einn merkasti áfangi fundarins var afgreiðsla skipulagsskrár Listahátíðar í Reykjavík og félagssamþykkta fulltrúaráðsins í samræmi við ákvörðun fulltrúaráðsfundar haustið 2005.

Þá var ný skipulagsskrá Listahátíðar í Reykjavík og félagssamþykktir fulltrúaráðsins samþykktar í samræmi við ákvörðun fulltrúaráðsfundar haustið 2005. Samkvæmt þeim er Listahátíð í Reykjavík orðin sjálfseignarstofnun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×