Sport

Mjölnismenn sigursælir á fyrsta íslandsmeistaramótinu í BJJ

Gunnar Nelson í einum af glímum sínum.
Gunnar Nelson í einum af glímum sínum.

Fyrsta Íslandsmeistaramótið í Brasílísku Jiu jitsu (BJJ) var haldið í húsnæði Glímufélagsins Ármanns um helgina. Vöxtur íþróttarinnar hefur verið hraður síðustu ár og er BJJ orðin ein af vinsælustu bardagaíþróttum landsins.

42 þáttakendur tóku þátt frá fjórum félögum sem stunda BJJ. Keppt var í þyngdarflokkum karla, opnum flokki karla og kvenna sem og liðakeppni félaga. Í grófum dráttum gengur Brasilískt Jiu Jitsu (BJJ) út á að ná yfirburðastöðu á móti andstæðingnum og fá hann svo til að gefast upp með lás, eða einhvers konar taki sem leiðir til uppgjafar andstæðingsins. Einnig fá menn stig fyrir að ná yfirburðarstöðum. Glímurnar fara fram í gólfinu frekar en standandi eins og þekkist í júdó.

Mjölnismenn fengu flesta sigurvegara á mótinu. Þeir unnu fimm af sex þyngdaflokkum, auk þess að sigra í liðakeppni og opnum flokki karla. Þar for fremstur í flokki Gunnar Nelson sem sigraði í -88 kg flokki, opnum flokki og liðakeppni án þess að fá stig á sig. Í kvennaflokki sigraði svo Kristín Sigmarsdóttir frá Pedro Sauer.´

Í -67 kg flokki sigraði Halldór Már Jónsson, Mjölni. Í -74 kg flokki sigraði Tómas Benjamin, Mjölni, Í -81 kg flokki sigraði Jóhann Helgason Mjölni, Í -88 sigraði Gunnar Nelson Mjölni. Í -99 sigraði svo Haraldur Óli Fjölni og í þyngsta flokknum sigraði Bjarni Már Óskarsson, Mjölni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×