Innlent

Mótmæli boðuð vegna þagnar ráðamanna

MYND/Valgarður

Boðað hefur verið aftur til mótmæla gegn ráðamönnum þjóðarinnar á Austurvelli á laugardaginn kemur. Á sama tíma á að mótmæla við Ráðhústorgið á Akureyri og á Seyðisfirði.

Yfirskrift mótmælanna er „Rjúfum þögn ráðamanna og göngum til lýðræðis" og er fólk hvatt til að mæta til að sýna fram á að almenningur hafi rödd og hann finni til. Krafan sé einföld, að ráðamenn rjúfi þögnina eins og það er orðað í tilkynningunni. Á Akureyri verður gengið með blys frá Samkomuhúsinu að Ráðhústorginu klukkan 16 en á sama tíma hefjast mótmælin á Austurvelli og á Seyðisfirði.

Meðal þeirra sem taka munu til máls á Austurvelli eru Þorvaldur Gylfason, Jón Baldvin Hannibalsson, Þráinn Bertelsson, Ómar Ragnarsson, Páll Óskar Hjálmtýrsson, Jóhannes Gunnarsson, Óli Palli útvarpsmaður, rithöfundarnir Ólafur Gunnarsson, Einar Már Guðmundsson og Einar Kárason ásamt Eddu Björgvinsdóttur og Bryndísi Schram. Þá koma ungliðahreyfingar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna að mótmælunum ásamt Stúdentaráði.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×