Telja Ísland ekki verða lengi að ná sér úr kreppunni 14. október 2008 16:38 Ingólfur Bender er forstöðumaður greiningardeildar Glitnis. Greingardeild Glitnis gerir ráð fyrir að Ísland verði ekki lengi að ná sér eftir þá fjármálakreppu sem nú skekur landið. Höggið verði þó þungt fyrir heimilin og búast megi við miklu atvinnuleysi á næstu misserum. Þetta kemur fram í markaðsyfirliti greiningardeildarinnar sem ber heitið Fjármálakreppur eiga sér upphaf og endi. Þar segir meðal annars að fjármálakreppur taki tiltölulega fljótt af og þrátt fyrir alþjóðlega lausafjárkreppu sé engin ástæða til að ætla að þróunin verði önnur hér. „Í flestum tilfellum hefur kreppunni fylgt snarpur samdráttur í landsframleiðslu að raunvirði, gjarnan á bilinu 5%-10%. Samdrátturinn hefur hins vegar langoftast varað aðeins í eitt ár og í kjölfarið gjarnan fylgt myndarlegur hagvöxtur. Lönd hafa þannig mörg hver náð sér vel á strik fljótlega eftir slík bankaáföll. Þannig standa t.d. nágrannaríki okkar í Skandinavíu vel í dag þrátt fyrir bankakreppuna sem þau gengu í gegnum í byrjun 10. áratugar síðustu aldar," segir greiningardeildin. Fjögurra til fimm prósenta atvinnuleysi Enn fremur kemur fram í yfirlitinu að allsnarpur samdráttur upp á 3-7 prósent af landsframleiðslu geti orðið á næsta ári með verulegri aukningu atvinnuleysis samfara mikilli verðbólgu í upphafi árs. Reikna megi með að verðbólgan verði við upphaf næsta árs á bilinu 15 til 20 prósent og að atvinnuleysi fari á skömmum tíma í 4-5 prósent. „Verðbólgan mun hins vegar hjaðna hratt ef krónan gefur ekki enn meira eftir og aðilar vinnumarkaðarins elta ekki verðbólguna með launahækkun. Viðskiptahallinn ætti að hverfa fljótt og erlend skuldastaða batna. Skilyrði í hagkerfinu gætu orðið töluvert hagfelldari strax árið 2010," segir greiningardeildin. Stórt bankakerfi og lítið myntkerfi Greiningardeildin segir skref tekið aftur á bak í fjármálakerfi landsmanna en Íslendingar hafi ekki verið einir um að þjóðnýta banka til þess að sporna geng lánskreppunn, „Bankar hafa víða verið færðir úr einkarekstri yfir í opinberan rekstur á síðustu vikum. Hér á landi er ástandið á margan hátt sérstakt vegna þess hversu stórt bankakerfið hefur verið í samanburði við stærð hagkerfisins og myntkerfið lítið miðað við hversu alþjóðavætt bankakerfið var orðið. Bankakreppunni hefur þannig fylgt gjaldeyriskreppa hér á landi sem reynt hefur verið að sporna á móti með því að láta fastgengisstefnu með gjaldeyrishöftum leysa af hólmi flotgengisstefnu á gjaldeyrismarkaði, a.m.k. til skamms tíma," segir greiningardeildin. Heimilin eiga eftir að sjá það versta í kreppunni Þá er bent á að innlendur hlutabréfamarkaður sé nær horfinn og markaðsvirði skrárða félaga hafi farið úr rúmum 3.300 milljörðum í 306 milljarða á einu ári. „Stærsti hluti markaðarins var áður bankar og fjárfestingarfélög sem nú eru horfin af markaðinum. Stór hluti af þessum eignum var í höndum innlendra fjárfesta og því er ljóst að mikil eignarýrnun hefur átt sér stað hjá þeim undanfarið, eða nær tvöföld landsframleiðsla," segir greiningardeild Glitnis. Enn fremur hafi heimilin tekið á sig talsverðan skell með rýrnu kaupmáttar og lækkun eignaverðs. „Kostnaðarverðshækkun hefur verið mikil og mun kaupmáttur sem þegar hefurrýrnað halda áfram að rýrna á næstunni, bæði vegna aukinnar verðbólgu en einnig vegna vaxandi atvinnuleysis, en ljóst er að uppsagnir hjá innlendum fyrirtækjum verða umtalsverðar á næstunni. Heimilin eiga eftir að sjá það versta í þessari kreppu en bati kann að myndast þegar líða tekur á árið 2010," segir greiningardeildin að lokum. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Greingardeild Glitnis gerir ráð fyrir að Ísland verði ekki lengi að ná sér eftir þá fjármálakreppu sem nú skekur landið. Höggið verði þó þungt fyrir heimilin og búast megi við miklu atvinnuleysi á næstu misserum. Þetta kemur fram í markaðsyfirliti greiningardeildarinnar sem ber heitið Fjármálakreppur eiga sér upphaf og endi. Þar segir meðal annars að fjármálakreppur taki tiltölulega fljótt af og þrátt fyrir alþjóðlega lausafjárkreppu sé engin ástæða til að ætla að þróunin verði önnur hér. „Í flestum tilfellum hefur kreppunni fylgt snarpur samdráttur í landsframleiðslu að raunvirði, gjarnan á bilinu 5%-10%. Samdrátturinn hefur hins vegar langoftast varað aðeins í eitt ár og í kjölfarið gjarnan fylgt myndarlegur hagvöxtur. Lönd hafa þannig mörg hver náð sér vel á strik fljótlega eftir slík bankaáföll. Þannig standa t.d. nágrannaríki okkar í Skandinavíu vel í dag þrátt fyrir bankakreppuna sem þau gengu í gegnum í byrjun 10. áratugar síðustu aldar," segir greiningardeildin. Fjögurra til fimm prósenta atvinnuleysi Enn fremur kemur fram í yfirlitinu að allsnarpur samdráttur upp á 3-7 prósent af landsframleiðslu geti orðið á næsta ári með verulegri aukningu atvinnuleysis samfara mikilli verðbólgu í upphafi árs. Reikna megi með að verðbólgan verði við upphaf næsta árs á bilinu 15 til 20 prósent og að atvinnuleysi fari á skömmum tíma í 4-5 prósent. „Verðbólgan mun hins vegar hjaðna hratt ef krónan gefur ekki enn meira eftir og aðilar vinnumarkaðarins elta ekki verðbólguna með launahækkun. Viðskiptahallinn ætti að hverfa fljótt og erlend skuldastaða batna. Skilyrði í hagkerfinu gætu orðið töluvert hagfelldari strax árið 2010," segir greiningardeildin. Stórt bankakerfi og lítið myntkerfi Greiningardeildin segir skref tekið aftur á bak í fjármálakerfi landsmanna en Íslendingar hafi ekki verið einir um að þjóðnýta banka til þess að sporna geng lánskreppunn, „Bankar hafa víða verið færðir úr einkarekstri yfir í opinberan rekstur á síðustu vikum. Hér á landi er ástandið á margan hátt sérstakt vegna þess hversu stórt bankakerfið hefur verið í samanburði við stærð hagkerfisins og myntkerfið lítið miðað við hversu alþjóðavætt bankakerfið var orðið. Bankakreppunni hefur þannig fylgt gjaldeyriskreppa hér á landi sem reynt hefur verið að sporna á móti með því að láta fastgengisstefnu með gjaldeyrishöftum leysa af hólmi flotgengisstefnu á gjaldeyrismarkaði, a.m.k. til skamms tíma," segir greiningardeildin. Heimilin eiga eftir að sjá það versta í kreppunni Þá er bent á að innlendur hlutabréfamarkaður sé nær horfinn og markaðsvirði skrárða félaga hafi farið úr rúmum 3.300 milljörðum í 306 milljarða á einu ári. „Stærsti hluti markaðarins var áður bankar og fjárfestingarfélög sem nú eru horfin af markaðinum. Stór hluti af þessum eignum var í höndum innlendra fjárfesta og því er ljóst að mikil eignarýrnun hefur átt sér stað hjá þeim undanfarið, eða nær tvöföld landsframleiðsla," segir greiningardeild Glitnis. Enn fremur hafi heimilin tekið á sig talsverðan skell með rýrnu kaupmáttar og lækkun eignaverðs. „Kostnaðarverðshækkun hefur verið mikil og mun kaupmáttur sem þegar hefurrýrnað halda áfram að rýrna á næstunni, bæði vegna aukinnar verðbólgu en einnig vegna vaxandi atvinnuleysis, en ljóst er að uppsagnir hjá innlendum fyrirtækjum verða umtalsverðar á næstunni. Heimilin eiga eftir að sjá það versta í þessari kreppu en bati kann að myndast þegar líða tekur á árið 2010," segir greiningardeildin að lokum.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira