Þorgerður sagði hugmyndir um þjóðnýtingu makalausar 1. október 2008 12:08 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir MYND/Arnþór Birkisson Fyrir rúmum tveimur mánuðum ræddi Richard Thomas, sérfræðingur hjá greiningardeild fjárfestingarbankans Merill Lynch um stöðuna hjá íslensku bönkunum. Hann gagnrýndi stjórnvöld harðlega og vildi meina að með aðgerðarleysi sínu keyrðu stjórnvöld íslensku bankana í þrot með það að markmiði að taka þá svo aftur í sína eigu. Í fréttum Sjónvarpsins frá 25.júlí segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem þá var starfandi forsætisráðherra ,ummælin makalaus og spyr hvort Thomas þurfi ekki á endurmenntun að halda. Ummæli Thomas vöktu nokkra athygli á þessum tíma en hann ræddi meðal annars um hátt skuldatryggingarálag bankanna. Þá var skyldatryggingarálag Glitnis yfir þúsund stig en það gæfi til kynna að markaðurinn teldi bankana ekki geta greitt skuldir sínar að mati Thomas. Í fyrrnefndum fréttatíma segist Þorgerður alveg undrandi. „Mér finnst þetta makalaus ummæli hjá svona virtum fjárfestingarbanka og það hvarflaði að mér um tíma hvaða annarlegu sjónarmið búa þarna að baki því þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég spyr líka sem menntamálaráðherra hvort þessi maður þurfi ekki á endurmenntun að halda?," sagði Þorgerður. Ummæli Thomas virðast hafa átt við nokkur rök að styðjast miðað við atburði síðustu daga og yfirtöku ríkisins á Glitni. Þorgerður sagði einnig í umræddu viðtali að verið væri að vinna að gerð fjárlaga sem ættu að endurspegla ákveðna ábyrgð sem fæli í sér að hjólum atvinnulífsins yrði haldið áfram. „...og síðan er náttúrulega það sem skiptir máli að við sjáum vonandi fram á að Seðlabankinn fari nú að lækka vexti því fyrirtækin eiga mjög erfitt með að reka sig með þessu háa vaxtaálagi sem hér er í landinu." Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur mánuðum ræddi Richard Thomas, sérfræðingur hjá greiningardeild fjárfestingarbankans Merill Lynch um stöðuna hjá íslensku bönkunum. Hann gagnrýndi stjórnvöld harðlega og vildi meina að með aðgerðarleysi sínu keyrðu stjórnvöld íslensku bankana í þrot með það að markmiði að taka þá svo aftur í sína eigu. Í fréttum Sjónvarpsins frá 25.júlí segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem þá var starfandi forsætisráðherra ,ummælin makalaus og spyr hvort Thomas þurfi ekki á endurmenntun að halda. Ummæli Thomas vöktu nokkra athygli á þessum tíma en hann ræddi meðal annars um hátt skuldatryggingarálag bankanna. Þá var skyldatryggingarálag Glitnis yfir þúsund stig en það gæfi til kynna að markaðurinn teldi bankana ekki geta greitt skuldir sínar að mati Thomas. Í fyrrnefndum fréttatíma segist Þorgerður alveg undrandi. „Mér finnst þetta makalaus ummæli hjá svona virtum fjárfestingarbanka og það hvarflaði að mér um tíma hvaða annarlegu sjónarmið búa þarna að baki því þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég spyr líka sem menntamálaráðherra hvort þessi maður þurfi ekki á endurmenntun að halda?," sagði Þorgerður. Ummæli Thomas virðast hafa átt við nokkur rök að styðjast miðað við atburði síðustu daga og yfirtöku ríkisins á Glitni. Þorgerður sagði einnig í umræddu viðtali að verið væri að vinna að gerð fjárlaga sem ættu að endurspegla ákveðna ábyrgð sem fæli í sér að hjólum atvinnulífsins yrði haldið áfram. „...og síðan er náttúrulega það sem skiptir máli að við sjáum vonandi fram á að Seðlabankinn fari nú að lækka vexti því fyrirtækin eiga mjög erfitt með að reka sig með þessu háa vaxtaálagi sem hér er í landinu."
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira