Staða Jóns Ásgeirs veikist 29. september 2008 18:59 Stoðir, sem áttu 30 prósenta hlut í Glitni, fengu í dag greiðslustöðvun, sem alla jafna er undanfari gjaldþrots. Eigendur Stoða horfa því fram á tugmilljarða tap af fjárfestingum sínum. Jón Ásgeir Jóhannesson fer þar fremstur í flokki. Fjölmargir eiga allt sitt undir þegar kemur að viðskiptum og eignarhlut í Glitni. Stoðir er stærsti hluthafi Glitnis með rétt rúmlega 30% hlut. Aðrir stórir hluthafar í Glitni eru Þáttur í eigu Karl Wernerssonar, Saxbygg og Salt Investments sem Róbert Wessman á. Allir þessar aðilar tapa gríðarlegum fjárhæðum á ríkisvæðingu Glitnis. Eignarhlutur þeirra líkt og annarra minnkar verulega. Til að mynda verður 30 prósenta hlutur Stoða að 8 prósentum og sex prósenta hlutur Karls Wernerssonar 1,25 prósent. Ríkið kaupir á genginu 7,5 sem er 51 prósenti minna en gengið var við lokun markaða á föstudag. Markaðsvirði Glitnis hefur því rýrnað um meira en 60 prósent eða 121 milljarð. Stoðir ramba á barmi gjaldþrots eftir atburði dagsins og hljóta því allir stærstu hluthafar félagsins að eiga verðlitla eign. Styrkur Invest er stærsti hluthafi Stoða. Í því félagi eru Gaumur og Kaldbakur, fjárfestingafélag Samherja, stærstu eigendur. Fons, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, á 12,2% hlut í Stoðum. Oddaflug Hannesar Smárasonar og Materia Invest, sem er í eigu Magnúsar Ármanns og Þorsteins M. Jónssonar, eru einnig stórir hluthafar í Stoðum. Hlutir þessara aðila eru lítils virði í dag. Gaumur, sem er einkahlutafélag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, systur hans Kristínar og foreldra þeirra, yfirtók í sumar nokkrar af eigum Baugs, svo sem Haga, sem eiga Hagkaup og Bónus, 365 og Teymi svo fátt eitt sé nefnt, sem og hlut Baugs í Stoðum með tilheyrandi skuldum. Jón Ásgeir Jóhannesson er aðaleigandi og lykilmaður í öllum þessum félögum og fyrirtækjum. Það er því ljóst að staða hans hefur aldrei verið veikari. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Stoðir, sem áttu 30 prósenta hlut í Glitni, fengu í dag greiðslustöðvun, sem alla jafna er undanfari gjaldþrots. Eigendur Stoða horfa því fram á tugmilljarða tap af fjárfestingum sínum. Jón Ásgeir Jóhannesson fer þar fremstur í flokki. Fjölmargir eiga allt sitt undir þegar kemur að viðskiptum og eignarhlut í Glitni. Stoðir er stærsti hluthafi Glitnis með rétt rúmlega 30% hlut. Aðrir stórir hluthafar í Glitni eru Þáttur í eigu Karl Wernerssonar, Saxbygg og Salt Investments sem Róbert Wessman á. Allir þessar aðilar tapa gríðarlegum fjárhæðum á ríkisvæðingu Glitnis. Eignarhlutur þeirra líkt og annarra minnkar verulega. Til að mynda verður 30 prósenta hlutur Stoða að 8 prósentum og sex prósenta hlutur Karls Wernerssonar 1,25 prósent. Ríkið kaupir á genginu 7,5 sem er 51 prósenti minna en gengið var við lokun markaða á föstudag. Markaðsvirði Glitnis hefur því rýrnað um meira en 60 prósent eða 121 milljarð. Stoðir ramba á barmi gjaldþrots eftir atburði dagsins og hljóta því allir stærstu hluthafar félagsins að eiga verðlitla eign. Styrkur Invest er stærsti hluthafi Stoða. Í því félagi eru Gaumur og Kaldbakur, fjárfestingafélag Samherja, stærstu eigendur. Fons, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, á 12,2% hlut í Stoðum. Oddaflug Hannesar Smárasonar og Materia Invest, sem er í eigu Magnúsar Ármanns og Þorsteins M. Jónssonar, eru einnig stórir hluthafar í Stoðum. Hlutir þessara aðila eru lítils virði í dag. Gaumur, sem er einkahlutafélag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, systur hans Kristínar og foreldra þeirra, yfirtók í sumar nokkrar af eigum Baugs, svo sem Haga, sem eiga Hagkaup og Bónus, 365 og Teymi svo fátt eitt sé nefnt, sem og hlut Baugs í Stoðum með tilheyrandi skuldum. Jón Ásgeir Jóhannesson er aðaleigandi og lykilmaður í öllum þessum félögum og fyrirtækjum. Það er því ljóst að staða hans hefur aldrei verið veikari.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira