Innlent

Þingmaður VG bakkar Davíð upp

Jón Bjarnason, þingmaður VG.
Jón Bjarnason, þingmaður VG.

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, segir að Geir H. Haarde og Davíð Oddsson tali til þjóðarinnar með nokkuð ólíkum hætti. ,,Meðan Davíð segir hlutina hispurslaust á máli sem þjóðin skilur, flýr Geir til New York á torg víxlaranna á Wall Street og biður bröskurum griða," segir jón í pistli á heimasíðu sinni.

Jón segir að Davíð viðurkenni að mikil mistök hafi verið gerð hér innan lands í stjórn efnahags- og peningamála. Hér þurfi að taka til hendi og Jón segir að Davíð sendi þeim tóninn sem nú taka stöðu gegn íslensku krónunni.

Davíð er að fella dóm yfir gríðarlegum mistökum í eigin efnahagsstjórn undanfarinna ára, að mati Jóns. ,,En hvort sem maður er sammála Davíð eða ekki skilur þjóðin hvað hann segir. Og Davíð flýr ekki af vettvangi."

Jón segir að þessi sé hinsvegar öfugt farið með Geir sem ásamt Ingibjörgu ,,sinni tiplar" nú um á torgum New York borgar. ,,Eins og í vímu er Geir heillaður af handagangi og hrópum víxlaranna á Wall Street og í gegnum íslenska sjónvarpið biður hann almenning að sýna fjárglæframönnum miskunn og taka á sig byrðar þeirra."

Skrif Jóns Bjarnasonar er hægt að lesa hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×