Innlent

Með yfir 110 þúsund krónur í endaþarmi

MYND/365

Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvö þjófnaðarbrot fyrr á þessu ári. Þau áttu sér stað á Sauðárkróki.

Maðurinn var ákærður fyrir að stela Frelsis-símakorttum fyrir GSM-síma fyrir að andvirði 360 þúsund krónur í verslun á Sauðarárkróki en þar starfaði hann við ræstingar. Þá stal hann yfir 110 þúsund krónum í reiðufé af heimili í bænum en lögregla fann peningana í endaþarmi mannsins við líkamsleit. Maðurinn játaði brotin fyrir dómi og tekið var tillit til þess við ákvörðun refsingar.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×