„Mér líður rosalega vel og er ekkert smá stoltur af strákunum. Diddi [Ingimundur] og Sverre voru að vinna eins og brjálaðir menn í dag. Drápu allt sem kom inn á miðjuna og Bjöggi alveg brjálaður á bakvið. Það voru allir flottir í dag," sagði skógarbjörninn Sigfús Sigurðsson kampakátur eftir sigurinn á Pólverjum.
„Við komum sterkir til baka í seinni hálfleik þegar þeir voru farnir að þjarma að okkur. Þá kom karakterinn í ljós. Gamli íslenski Víkingurinn kom upp og drápseðlið í lagi. Við ætluðum ekki að láta taka okkur. Tilfinningin að spila um verðlaun á Ólympíuleikum er rosaleg. Það er fátt sem að toppar þessa tilfinningu," sagði Sigfús en hann er ekki hættur.
„Ég sagði það fyrir leik og ég segi það aftur núna. Ég er kominn hingað til þess að vinna medalíu og hún er á leiðinni."
Sigfús: Medalían er á leiðinni

Tengdar fréttir

Ísland í þriðja skiptið í undanúrslit á stórmóti
Ísland tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum á stórmóti í handbolta í þriðja skiptið í sögunni - og í annað skiptið á Ólympíuleikum.

Ísland spilar um verðlaun á Ólympíuleikunum
Ísland vann glæsilegan sigur á Pólverjum í fjórðungsúrslitum handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking, 32-30. Ísland spilar þar með um verðlaun á leikunum.