Innlent

Ökumaður kranabíls á gjörgæslu eftir líkamsárás

Ökumaður kranabíls liggur á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að eigandi bíls, sem hann var að fjarlægja að ósk lögreglu í Keflavík í gærkvöldi, sló hann þungu höggi í andlitið.

Við það missti hann meðvitund og var fyrst fluttur á heilsugæslustöðina í Keflavík, en þaðan á slysadeild Landsspítalans. Þar var hann vistaður á gjörgæslu og hefur smám saman verið að komast til meðvitundar í nótt. Hann verður væntanlega fluttur á almenna deild í dag.

Árásarmaðurinn var handtekinn, en sleppt að loknum yfirheyrslum. Hann á yfir höfði sér háar sektir og jafnvel ákæru.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×