Innlent

Telur að ofbeldismaðurinn haldi áfram að beita ógnunum

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Sigþrúður Guðmundsóttir er framkvæmdastýra  Kvennaathvarfsins.
Sigþrúður Guðmundsóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.

,,Maðurinn braut nálgunarbannið þó hann hafi ekki ráðist á konuna. Hann hafði samband við hana sem honum var ekki heimilt. Ég sé engin rök fyrir því maðurinn muni ekki halda áfram að beita konuna ofbeldi," segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfs, um úrskurð Hæstaréttar í gær þar sem rétturinn hafnaði beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að sex mánaða nálgunarbanni manns yrði framlengt um þrjá mánuði.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi og sat um tíma í gæsluvarðhaldi.

,,Einn dómara skilaði séráliti sem segir okkur að lagaúrræði eru til staðar en í þessu tilfelli virðist ekki hafa verið vilji til að beita þeim. Þetta virðist vera túlkunaratriði á milli dómara," segir Sigþrúður.

Að mati Sigþrúðar virðist sem að Hæstiréttur hafi litið svo á að þar sem nálgunarbannið virkaði og maðurinn réðst ekki á konuna undafarinna sex mánuði sé ekki ástæða til að ætla að hann ráðist á hana á næstu mánuðum. Þrátt fyrir að á sama tíma sé verið sé að vinna í opinberu kærumáli gegn honum.

Sigþrúður segir að nálgunarbanni sé afar sjaldan beitt og ákvörðun lögreglunnar í fyrstu að fara fram á sex mánaða nálgunarbann og síðan þriggja mánaða bann segi allt sem segja þurfi um alvarleika málsins. ,,Það er ekki hlustað á lögregluna sem telur að konunni stafi hætt af manninum."

Vísir greindi frá því fyrr í dag að ofbeldismaðurinn er háskólamenntaður Reykvíkingur á fertugsaldri.

- Nálgunarbanni ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum

- Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum

- Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann

- Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×