Lífið

Hulunni svipt af einum leyndardómsfyllsta tónlistarmanni samtímans

SHA skrifar
Tónlistarmaðurinn Burial sem heitir réttu nafni Will Bevan.
Tónlistarmaðurinn Burial sem heitir réttu nafni Will Bevan.

Hulunni var svipt af dubstep tónlistarmanninum Burial í dag. Reyndist hann algjörlega óþekktur piltur frá London en ekki einhver heimsþekktur tónlistarmaður eins og margir höfðu giskað á.

Burial hefur sent frá sér tvær breiðskífur og verið hampað af miðlum á borð við Pitchfork, Guardian, Q og Spin en nýlega var hann tilnefndur til hinna virtu Mercury tónlistarverðlauna.

Alveg frá því að fyrsta plata Burial kom út árið 2006 hefur enginn vitað hver hann í raun væri. Ýmsar getspár voru uppi um hver leyndist á bakvið Burialgrímuna og hafa nöfn listamanna á borð við Aphex Twin og Fatboy Slim borið á góma í því samhengi. The Sun gekk jafnvel svo langt að efna til samkeppni til að finna tónlistarmanninn leyndardómsfulla.

En nú er auðkenni hans loksins orðið opinbert. Var tilkynning þess efnis birt á MySpace síðu kappans. Kom í ljós að maðurinn að bakvið Burial var piltur frá Suður-London að nafni Will Bevan sem vildi einfaldlega fá að gera sína tónlist í friði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×