Erlent

Vatnsmelónur virka jafnvel og Viagra

Ný rannsókn leiðir í ljós að það virkar álíka vel fyrir ástarlífið að borða vatnsmelónur eins og að taka inn Viagra.

Efnasamband sem kallast citrulline finnst í vatnsmelónum og það hefur svipuð áhrif á blóðstreymi líkamans og Viagra.

Það voru vísindamenn í Texas sem unnu að rannsókninni. Sá sem stjórnaði henni segir að vatnsmelónur séu frábær leið til að slaka á æðakerfi líkamans án þess að eiga á hættu hliðaráhrif af lyfjaneyslu.

Hann segir einnig að vatnsmelónuát sé gott fyrir hjartað og ónæmiskerfið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×