„Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ 3. júlí 2008 13:13 Jóhanna K. Eyjólfsdóttir. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. ,,Við spyrjum okkur hvort íslensk stjórnvöld hafi athugað hvernig aðbúnaður hælisleitenda eru á Ítalíu þar sem þúsundir sækja um stöðu flóttamanna á ári hverju," segir Jóhanna. ,,Aðeins örfáir sækja um hér á landi ár hvert en Paul Ramses mun líklegast lenda aftast í röðinni á Ítalíu. Umsóknarferlið er langvinnt á Ítalíu og aðbúnaður þeirra sem bíða eftir úrskurði þar hefur verið gagnrýndur." Jóhanna bendir á að Ísland sé bundið flóttamannasamningi Sameinuðu Þjóðanna sem þýðir að allir eigi rétt á að leita skjóls og hælis ef þeim er ekki vært í heimalandi sínu. Dyflinnarsamkomulagið sem er á milli Schengen-ríkjanna í Evrópu gerir Íslandi hins vegar kleift að vísa hælisleitendum aftur til þess Evrópulands sem þeir komu fyrst til. ,,Ekki er skylda að nota samninginn, aðeins heimild en Íslendingar hafa verið duglegir að beita þessari heimild til að komast hjá því að fjalla um einstök mál, það er í rauninni rauður þráður í meðhöndlun yfirvalda á málum hælisleitenda," segir Jóhanna. ,,Það sem ég furða mig einnig á er að ekki sé tekið tillit til sérstakra aðstæðna mannsins, að hann eigi konu og son hér á landi en í öllum mannréttindasamningum er kveðið á að stuðla eigi að sameiningu fjölskyldna eins og kostur er þegar veitt eru hæli. „Þar sem verið er að senda hann aftur til Ítalíu get ég ekki séð að það stuðli að sameiningu fjölskyldunnar," segir Jóhanna en kona Paul Ramses er með dvalarleyfi í Svíþjóð. Að sögn Jóhönnu hafa Íslendingar verið duglegir að taka á móti kvótaflóttafólki sem þegar hafa fengið stöðu flóttamanns á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Einstaklingar sem koma hingað fá hins vegar mjög sjaldan stöðu flóttamanns, á undanförnum árum hefur aðeins einn sem komið hefur hingað á eigin vegum hefur fengið stöðu flóttamans. Dyflinnarsamkomulagið gerir ráð fyrir að fyrsta Evrópulandið sem flóttamaður kemur til fjalli um hælisbeiðnina en aftur á móti geta önnur Evrópuríki fjallað um umsóknina að eigin vild. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. ,,Við spyrjum okkur hvort íslensk stjórnvöld hafi athugað hvernig aðbúnaður hælisleitenda eru á Ítalíu þar sem þúsundir sækja um stöðu flóttamanna á ári hverju," segir Jóhanna. ,,Aðeins örfáir sækja um hér á landi ár hvert en Paul Ramses mun líklegast lenda aftast í röðinni á Ítalíu. Umsóknarferlið er langvinnt á Ítalíu og aðbúnaður þeirra sem bíða eftir úrskurði þar hefur verið gagnrýndur." Jóhanna bendir á að Ísland sé bundið flóttamannasamningi Sameinuðu Þjóðanna sem þýðir að allir eigi rétt á að leita skjóls og hælis ef þeim er ekki vært í heimalandi sínu. Dyflinnarsamkomulagið sem er á milli Schengen-ríkjanna í Evrópu gerir Íslandi hins vegar kleift að vísa hælisleitendum aftur til þess Evrópulands sem þeir komu fyrst til. ,,Ekki er skylda að nota samninginn, aðeins heimild en Íslendingar hafa verið duglegir að beita þessari heimild til að komast hjá því að fjalla um einstök mál, það er í rauninni rauður þráður í meðhöndlun yfirvalda á málum hælisleitenda," segir Jóhanna. ,,Það sem ég furða mig einnig á er að ekki sé tekið tillit til sérstakra aðstæðna mannsins, að hann eigi konu og son hér á landi en í öllum mannréttindasamningum er kveðið á að stuðla eigi að sameiningu fjölskyldna eins og kostur er þegar veitt eru hæli. „Þar sem verið er að senda hann aftur til Ítalíu get ég ekki séð að það stuðli að sameiningu fjölskyldunnar," segir Jóhanna en kona Paul Ramses er með dvalarleyfi í Svíþjóð. Að sögn Jóhönnu hafa Íslendingar verið duglegir að taka á móti kvótaflóttafólki sem þegar hafa fengið stöðu flóttamanns á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Einstaklingar sem koma hingað fá hins vegar mjög sjaldan stöðu flóttamanns, á undanförnum árum hefur aðeins einn sem komið hefur hingað á eigin vegum hefur fengið stöðu flóttamans. Dyflinnarsamkomulagið gerir ráð fyrir að fyrsta Evrópulandið sem flóttamaður kemur til fjalli um hælisbeiðnina en aftur á móti geta önnur Evrópuríki fjallað um umsóknina að eigin vild.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira