Innlent

Foreldrasamtök saka RUV um áfengisáróður

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum saka Ríkissjónvarpið og Rás 2 um standa fyrir áfengisáróðri með því að birta áfengisauglýsingar.

Í bréfi sem samtökin sendu stjórn RÚV ohf í gær eru tilgreind tvö dæmi frá því í síðustu viku, annað um Viking-bjór og hitt um Thule-bjór, sem samtökin segja augljósar áfengisauglýsingar. Ekki hafi gerð nein tilraun til þess að draga dul á hvað verið var að auglýsa.

Þá segja samtökin að útvarpsþátturinn Poppland á Rás 2 hafi undanfarnar vikur verið undirlagður í áfengisauglýsingum eins og oft áður. Slík hafi síbyljan verið að það hafi á stundum vart mátt greina hvort dagskráin væri í boði og kostuð af áfenginsframleiðandanum Tuborg eða hvort um starfsemi að vegum Ríkisútvarpsins væri að ræða.

Segja foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum það mikil vonbrigði að RÚV skuli með kerfisbundnum birtingum áfengisauglýsinga virða réttindi barna og unglinga í landinu að vettugi og brjóta á lögvörðum rétti þeirra til þess að vera laus við áfengisáróður.

Skora samtökin á stjórn RÚV að stöðva allar þessar beinu og óbeinu áfengisauglýsingar, þær séu ekki aðeins ólöglegar heldur einnig langt fyrir neðan virðingu fyrirtækisins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×