Ungir jafnaðarmenn húðskamma Samfylkingarráðherra 27. júní 2008 11:57 Ungir jafnaðarmenn átelja ráðherra Samfylkingarinnar harðlega fyrir að stuðla að tveimur nýjum álverum á Íslandi og ganga þar með gegn stefnu flokksins í umhverfismálum. Um leið ítreka ungir jafnaðarmenn andstöðu sína við byggingu fleiri álvera í landinu. Í ályktun frá Ungum jafnaðarmönnum er minnt á að Samfylkingin hafi fyrir síðustu kosningar kynnt stefnuna Fagra Ísland. „Í henni kemur meðal annars fram að slá skuli "ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir á frest þangað til fyrir liggur nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð." Þeirri vinnu er ekki lokið," segir í tilkynningu ungra jafnaðarmanna. Björgvin og Össur brutu gróflega gegn stefnu Samfylkingar Ungir jafnaðarmenn segja enn fremur að tveir ráðherrar hafi farið gróflega gegn stefnu flokksins. Það eru þeir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sem tók skóflustungu að álveri í Helguvík og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sem endurnýjaði viljayfirlýsingu um byggingu álvers á Bakka. „Ungir jafnaðarmenn telja að ráðherrarnir hafi með þessu farið gróflega gegn stefnu flokksins. Ekki þýðir að skýla sér bak við að ríkisstjórnin hafi ekki tæki til að stöðva það sem þegar hafi verið í farvatninu þegar Samfylkingin tók við ríkisstjórnartaumunum fyrir rúmu ári. Lágmark væri þá að slá sig ekki til riddara með því sem er andstætt stefnu flokksins, segja Ungir jafnaðarmenn. Þeir segjast enn fremur styðja stefnu Samfylkingarinar þar sem lögð sé áhersla á að örva nýsköpun og bæta aðstæður fyrir hátækniiðnað og sprotafyrirtæki. Skemmst sé að minnast tillagna flokksins um Nýja atvinnulífið sem voru margverðlaunaðar á Sprotaþingi árið 2007. Þjórsárvirkjanir koma ekki til greina Þá telja Ungir jafnaðarmenn að að virkjun neðri hluta Þjórsár komi ekki til greina og benda á að Landsvirkjun heyrir undir iðnaðarráðherra sem geti beitt sér fyrir að hætt verði við áform um að virkja. Að sjálfsögðu komi eignarnám aldrei til greina og vilja Ungir jafnaðarmenn rifja upp orð forstjóra Landsvirkjunar um að orkan yrði ekki notuð til að knýja álver. „Að lokum vona Ungir jafnaðarmenn að ráðherrar Samfylkingarinnar sjái að sér og beiti sér gegn fleiri mengandi álverum. Einnig er skorað á Sjálfstæðisflokkinn, samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, að stíga inn í nútímann, beita sér í þágu umhverfisins og hætta að vera flokkur hinnar mengandi stóriðju. Það er hugrekki að horfa til framtíðar í stað skammtímalausna sem valda alvarlegum skaða til lengri tíma litið," segir að endingu í ályktuninni. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn átelja ráðherra Samfylkingarinnar harðlega fyrir að stuðla að tveimur nýjum álverum á Íslandi og ganga þar með gegn stefnu flokksins í umhverfismálum. Um leið ítreka ungir jafnaðarmenn andstöðu sína við byggingu fleiri álvera í landinu. Í ályktun frá Ungum jafnaðarmönnum er minnt á að Samfylkingin hafi fyrir síðustu kosningar kynnt stefnuna Fagra Ísland. „Í henni kemur meðal annars fram að slá skuli "ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir á frest þangað til fyrir liggur nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð." Þeirri vinnu er ekki lokið," segir í tilkynningu ungra jafnaðarmanna. Björgvin og Össur brutu gróflega gegn stefnu Samfylkingar Ungir jafnaðarmenn segja enn fremur að tveir ráðherrar hafi farið gróflega gegn stefnu flokksins. Það eru þeir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sem tók skóflustungu að álveri í Helguvík og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sem endurnýjaði viljayfirlýsingu um byggingu álvers á Bakka. „Ungir jafnaðarmenn telja að ráðherrarnir hafi með þessu farið gróflega gegn stefnu flokksins. Ekki þýðir að skýla sér bak við að ríkisstjórnin hafi ekki tæki til að stöðva það sem þegar hafi verið í farvatninu þegar Samfylkingin tók við ríkisstjórnartaumunum fyrir rúmu ári. Lágmark væri þá að slá sig ekki til riddara með því sem er andstætt stefnu flokksins, segja Ungir jafnaðarmenn. Þeir segjast enn fremur styðja stefnu Samfylkingarinar þar sem lögð sé áhersla á að örva nýsköpun og bæta aðstæður fyrir hátækniiðnað og sprotafyrirtæki. Skemmst sé að minnast tillagna flokksins um Nýja atvinnulífið sem voru margverðlaunaðar á Sprotaþingi árið 2007. Þjórsárvirkjanir koma ekki til greina Þá telja Ungir jafnaðarmenn að að virkjun neðri hluta Þjórsár komi ekki til greina og benda á að Landsvirkjun heyrir undir iðnaðarráðherra sem geti beitt sér fyrir að hætt verði við áform um að virkja. Að sjálfsögðu komi eignarnám aldrei til greina og vilja Ungir jafnaðarmenn rifja upp orð forstjóra Landsvirkjunar um að orkan yrði ekki notuð til að knýja álver. „Að lokum vona Ungir jafnaðarmenn að ráðherrar Samfylkingarinnar sjái að sér og beiti sér gegn fleiri mengandi álverum. Einnig er skorað á Sjálfstæðisflokkinn, samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, að stíga inn í nútímann, beita sér í þágu umhverfisins og hætta að vera flokkur hinnar mengandi stóriðju. Það er hugrekki að horfa til framtíðar í stað skammtímalausna sem valda alvarlegum skaða til lengri tíma litið," segir að endingu í ályktuninni.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira