Ungir jafnaðarmenn húðskamma Samfylkingarráðherra 27. júní 2008 11:57 Ungir jafnaðarmenn átelja ráðherra Samfylkingarinnar harðlega fyrir að stuðla að tveimur nýjum álverum á Íslandi og ganga þar með gegn stefnu flokksins í umhverfismálum. Um leið ítreka ungir jafnaðarmenn andstöðu sína við byggingu fleiri álvera í landinu. Í ályktun frá Ungum jafnaðarmönnum er minnt á að Samfylkingin hafi fyrir síðustu kosningar kynnt stefnuna Fagra Ísland. „Í henni kemur meðal annars fram að slá skuli "ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir á frest þangað til fyrir liggur nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð." Þeirri vinnu er ekki lokið," segir í tilkynningu ungra jafnaðarmanna. Björgvin og Össur brutu gróflega gegn stefnu Samfylkingar Ungir jafnaðarmenn segja enn fremur að tveir ráðherrar hafi farið gróflega gegn stefnu flokksins. Það eru þeir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sem tók skóflustungu að álveri í Helguvík og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sem endurnýjaði viljayfirlýsingu um byggingu álvers á Bakka. „Ungir jafnaðarmenn telja að ráðherrarnir hafi með þessu farið gróflega gegn stefnu flokksins. Ekki þýðir að skýla sér bak við að ríkisstjórnin hafi ekki tæki til að stöðva það sem þegar hafi verið í farvatninu þegar Samfylkingin tók við ríkisstjórnartaumunum fyrir rúmu ári. Lágmark væri þá að slá sig ekki til riddara með því sem er andstætt stefnu flokksins, segja Ungir jafnaðarmenn. Þeir segjast enn fremur styðja stefnu Samfylkingarinar þar sem lögð sé áhersla á að örva nýsköpun og bæta aðstæður fyrir hátækniiðnað og sprotafyrirtæki. Skemmst sé að minnast tillagna flokksins um Nýja atvinnulífið sem voru margverðlaunaðar á Sprotaþingi árið 2007. Þjórsárvirkjanir koma ekki til greina Þá telja Ungir jafnaðarmenn að að virkjun neðri hluta Þjórsár komi ekki til greina og benda á að Landsvirkjun heyrir undir iðnaðarráðherra sem geti beitt sér fyrir að hætt verði við áform um að virkja. Að sjálfsögðu komi eignarnám aldrei til greina og vilja Ungir jafnaðarmenn rifja upp orð forstjóra Landsvirkjunar um að orkan yrði ekki notuð til að knýja álver. „Að lokum vona Ungir jafnaðarmenn að ráðherrar Samfylkingarinnar sjái að sér og beiti sér gegn fleiri mengandi álverum. Einnig er skorað á Sjálfstæðisflokkinn, samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, að stíga inn í nútímann, beita sér í þágu umhverfisins og hætta að vera flokkur hinnar mengandi stóriðju. Það er hugrekki að horfa til framtíðar í stað skammtímalausna sem valda alvarlegum skaða til lengri tíma litið," segir að endingu í ályktuninni. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn átelja ráðherra Samfylkingarinnar harðlega fyrir að stuðla að tveimur nýjum álverum á Íslandi og ganga þar með gegn stefnu flokksins í umhverfismálum. Um leið ítreka ungir jafnaðarmenn andstöðu sína við byggingu fleiri álvera í landinu. Í ályktun frá Ungum jafnaðarmönnum er minnt á að Samfylkingin hafi fyrir síðustu kosningar kynnt stefnuna Fagra Ísland. „Í henni kemur meðal annars fram að slá skuli "ákvörðunum um frekari stóriðjuframkvæmdir á frest þangað til fyrir liggur nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð." Þeirri vinnu er ekki lokið," segir í tilkynningu ungra jafnaðarmanna. Björgvin og Össur brutu gróflega gegn stefnu Samfylkingar Ungir jafnaðarmenn segja enn fremur að tveir ráðherrar hafi farið gróflega gegn stefnu flokksins. Það eru þeir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sem tók skóflustungu að álveri í Helguvík og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sem endurnýjaði viljayfirlýsingu um byggingu álvers á Bakka. „Ungir jafnaðarmenn telja að ráðherrarnir hafi með þessu farið gróflega gegn stefnu flokksins. Ekki þýðir að skýla sér bak við að ríkisstjórnin hafi ekki tæki til að stöðva það sem þegar hafi verið í farvatninu þegar Samfylkingin tók við ríkisstjórnartaumunum fyrir rúmu ári. Lágmark væri þá að slá sig ekki til riddara með því sem er andstætt stefnu flokksins, segja Ungir jafnaðarmenn. Þeir segjast enn fremur styðja stefnu Samfylkingarinar þar sem lögð sé áhersla á að örva nýsköpun og bæta aðstæður fyrir hátækniiðnað og sprotafyrirtæki. Skemmst sé að minnast tillagna flokksins um Nýja atvinnulífið sem voru margverðlaunaðar á Sprotaþingi árið 2007. Þjórsárvirkjanir koma ekki til greina Þá telja Ungir jafnaðarmenn að að virkjun neðri hluta Þjórsár komi ekki til greina og benda á að Landsvirkjun heyrir undir iðnaðarráðherra sem geti beitt sér fyrir að hætt verði við áform um að virkja. Að sjálfsögðu komi eignarnám aldrei til greina og vilja Ungir jafnaðarmenn rifja upp orð forstjóra Landsvirkjunar um að orkan yrði ekki notuð til að knýja álver. „Að lokum vona Ungir jafnaðarmenn að ráðherrar Samfylkingarinnar sjái að sér og beiti sér gegn fleiri mengandi álverum. Einnig er skorað á Sjálfstæðisflokkinn, samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, að stíga inn í nútímann, beita sér í þágu umhverfisins og hætta að vera flokkur hinnar mengandi stóriðju. Það er hugrekki að horfa til framtíðar í stað skammtímalausna sem valda alvarlegum skaða til lengri tíma litið," segir að endingu í ályktuninni.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira