Innlent

Enginn ísbjörn sjáanlegur í eftirlitsflugi

Úr eftirlitstflugi gæslunnar
Úr eftirlitstflugi gæslunnar Henning Þór Aðalmundsson

Þyrla Landhelgisgæslunnar var að koma úr eftirlitsflugi á Vestfjörðum þar sem flogið var um Hornstrandafriðland og svipast vandlega um eftir ísbjörnum.

Með í för var Jón Björnsson, landvörður Hornstrandafriðlandsins. Flogið var um allt svæðið frá Aðalvík austur að Ófeigsfirði, eftir eldsneytistöku á Ísafirði. Ekki sáust nein ummerki um ísbjörn á leitarsvæðinu.

Í áhöfn þyrlunar voru Walter Ehrat flugstjóri, Jens Þór Sigurðsson flugmaður, Henning Þór Aðalmundsson stýrimaður/sigmaður

Óskar Óskarsson flugvirki/spilmaður og Hlynur Þorsteinsson læknir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×