Innlent

Sala á hvalkjöti blekkingarleikur?

Mynd/Vilhelm

Hvalkjötið sem selt var til Japans fyrir stuttu skal flytja á heimilisfang í eigu sölufélagsins The Asian Trading Co. sem hefur verið í dvala í fjögur ár en var gert virkt aftur fyrir einungis tveimur vikum síðan. Þetta kemur fram fréttatilkynningu frá Greenpeace en upplýsingarnar segjast samtökin hafa fengið úr innflutningsskjölum í Japan.

Samkvæmt heimildum Greenpeace sögðu allir starfsmenn The Asian Trading upp störfum í júní árið 2004 en að stjórnarformaður félagsins hafi skráð fyrirtækið aftur á markað í maí síðastliðnum. Í tilkynningunni er sagt að fyrirtækið The Asian Trading Co. hafi verið virkjað aftur „sem greiði fyrir vin á Íslandi."

Hvalkjötið eru nú í djúpfrystigeymslu í tollinum hjá Japönum og hvetja Greenpeace -samtökin Japani til að koma í veg fyrir að kjötið komist inn í landið. Segja samtökin að hér líti út fyrir að um smygl sé að ræða af hálfu Íslendinga og nefna Kristján Loftsson sérstaklega í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×