Innlent

Hátt í 60% vilja flugvöll áfram í Vatnsmýrinni

Meirihluti Reykvíkinga, eða fimmtíu og átta og hálft prósent, vill að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni, en fjörutíu og eitt og hálft prósent vill að hann verði fluttur, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þar af vilja flestir að starfssemin verði flutt til Keflavíkurflugvallar.

Mun fleiri konur vilja að völlurinn verði áfram í Vatnsmýrinni en karlar, eða rúm 64 prósent, samanborið við tæp 53 prósent karla. Athygli vekur að ríflegur meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðsiflokksins eða tæp 60 prósent, vill að völlurinn verði áfram, sem stangast nokkuð á við niðrustöðu könnunar Fréttastofu Stöðvar tvö nýverið, meðal borgarstjórnarfulltrúa flokksins.-



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×