Erlent

Ólympíueldurinn á tindi Everest fjalls

Klifrararnir fögnuðu vel og lengi á hæsta tindi jarðar.
Klifrararnir fögnuðu vel og lengi á hæsta tindi jarðar.

Hópur kínverskra og Tíbetskra fjallaklifrara náði í nótt á tind Everest fjalls með Ólympíueldinn. Kínverska sjónvarpið sýndi í beinni útsendingu þegar hópurinn náði á topp fjallsins sem er það hæsta í heimi.

Þeir voru með sérútbúna kyndla sem loguðu allan tímann þrátt fyrir hið þunna loft sem umlykur tindinn sem er í tæplega áttaþúsund og fimmhundruð metra hæð yfir sjávarmáli.

Kínverjar segjast vonast að með þessu verði hægt að slá á þá slæmu umræðu sem verið hefur um leikana síðustu dægrin en Kínverjar hafa legið undir ámæli fyrir ástand mála í Tíbet.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×