Innlent

Rændu bensínstöð á Ísafirði

Lögreglan á Vestfjörðum hefur upplýst þjófnaðarmál á bensínstöðinni á Ísafirði þaðan sem verulegum fjármunum var stolið aðfaranótt mánudagsins 5. maí sl.

Lögreglan handtók fjóra menn á aldrinum 16 til 18 ára í þágu rannsóknar málsins. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum fór fram á gæsluvarðhald yfir þremur þeirra í þágu rannsóknar málsins og var einn úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 9. maí nk.

Hafa þeir allir viðurkennt aðild sína að málinu og var þeim sleppt að loknum yfirheyrslum. Þýfið fannst og hefur verið komið til skila.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×