Öld frá skipun fyrsta borgarstjóra 6. maí 2008 13:01 Páll Einarsson, fyrsti borgarstjórinn. Á morgun, miðvikudaginn 7. maí 2008, eru liðin 100 ár frá því fyrsti borgarstjórinn var skipaður í Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í tilkynningunni segir enn fremur: „Embætti borgarstjóra var auglýst laust til umsóknar í Ingólfi 23. febrúar 1908. Í auglýsingunni kom fram að embættinu „fylgdu" 4.500 kr. og „skrifstofufé" 1.500 kr. Um embættið sóttu þeir Knud Zimsen, bæjarfulltrúi og Páll Einarsson, sýslumaður og bæjarfógeti í Hafnarfirði. Á bæjarstjórnarfundi 7. maí 1908 var gengið til atkvæða og fékk Knud Zimsen þrjú atkvæði en Páll Einarsson var kjörinn borgarstjóri til 6 ára með 10 greiddum atkvæðum. Á þeim tíma voru bæjarbúar um 11.000 talsins. Reyndist Páll afar farsæll borgarstjóri og í hans tíð var ráðist í margvíslegar stórframkvæmdir sem breyttu bæ í borg. Má þar nefna byggingu vatnsveitu, gasstöðvar, holræsa og hafnargerð. Páll kaus að láta af embætti 1914 er kjörtímabili hans lauk. Var embættið þá auglýst aftur og hlaut Knud Zimsen bæjarfulltrúi kosningu og var hann borgarstjóri í 18 ár eða til 1932. Á þessum hundrað árum hafa nítján einstaklingar gegnt embætti borgarstjóra, þrjár konur og sextán karlar. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er að finna lista yfir þá einstaklinga sem gegnt hafa borgarstjóraembættinu, slóðin er http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1040. Borgarstjórar hafa átt náið samstarf við borgarbúa og í áranna rás hafa þeir borið margvísleg erindi undir borgarstjóra um allt milli himins og jarðar. Hundrað ára afmælisins verður minnst með sögusýningunni „Kæri borgarstjóri" sem opnuð verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 16. maí nk. Á sýningunni verður sambandi borgarbúa við borgarstjóra og borgina gerð skil og bréf og önnur skjöl notuð til þess að spegla tíðarandann og þetta sérstaka samband íbúanna við borgina. Ellefu af þeim nítján borgarstjórum sem setið hafa eru á lífi í dag. Þeir leggja allir sitt af mörkum til sýningarinnar og á myndbandi verða sýnd viðtöl við þá þar sem þeir segja frá samskiptum sínum við borgarbúa." Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Á morgun, miðvikudaginn 7. maí 2008, eru liðin 100 ár frá því fyrsti borgarstjórinn var skipaður í Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í tilkynningunni segir enn fremur: „Embætti borgarstjóra var auglýst laust til umsóknar í Ingólfi 23. febrúar 1908. Í auglýsingunni kom fram að embættinu „fylgdu" 4.500 kr. og „skrifstofufé" 1.500 kr. Um embættið sóttu þeir Knud Zimsen, bæjarfulltrúi og Páll Einarsson, sýslumaður og bæjarfógeti í Hafnarfirði. Á bæjarstjórnarfundi 7. maí 1908 var gengið til atkvæða og fékk Knud Zimsen þrjú atkvæði en Páll Einarsson var kjörinn borgarstjóri til 6 ára með 10 greiddum atkvæðum. Á þeim tíma voru bæjarbúar um 11.000 talsins. Reyndist Páll afar farsæll borgarstjóri og í hans tíð var ráðist í margvíslegar stórframkvæmdir sem breyttu bæ í borg. Má þar nefna byggingu vatnsveitu, gasstöðvar, holræsa og hafnargerð. Páll kaus að láta af embætti 1914 er kjörtímabili hans lauk. Var embættið þá auglýst aftur og hlaut Knud Zimsen bæjarfulltrúi kosningu og var hann borgarstjóri í 18 ár eða til 1932. Á þessum hundrað árum hafa nítján einstaklingar gegnt embætti borgarstjóra, þrjár konur og sextán karlar. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er að finna lista yfir þá einstaklinga sem gegnt hafa borgarstjóraembættinu, slóðin er http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1040. Borgarstjórar hafa átt náið samstarf við borgarbúa og í áranna rás hafa þeir borið margvísleg erindi undir borgarstjóra um allt milli himins og jarðar. Hundrað ára afmælisins verður minnst með sögusýningunni „Kæri borgarstjóri" sem opnuð verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 16. maí nk. Á sýningunni verður sambandi borgarbúa við borgarstjóra og borgina gerð skil og bréf og önnur skjöl notuð til þess að spegla tíðarandann og þetta sérstaka samband íbúanna við borgina. Ellefu af þeim nítján borgarstjórum sem setið hafa eru á lífi í dag. Þeir leggja allir sitt af mörkum til sýningarinnar og á myndbandi verða sýnd viðtöl við þá þar sem þeir segja frá samskiptum sínum við borgarbúa."
Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira