Árásarmaðurinn hefur komið fram sem talsmaður bílstjóranna 24. apríl 2008 20:09 Ágúst er lengst til hægri. Við hlið hans stendur Sturla Jónsson. Maðurinn sem réðst á lögreglumann við Kirkjusand í dag heitir Ágúst Fylkisson. Hann hefur undanfarið komið fram sem einn af talsmönnum vörubílstjóra í mótmælum þeirra. Aðrir talsmenn bílstjóranna hafa í dag fordæmt atvikið og sagt að árásarmaðurinn tengist vörubílstjórum ekki á nokkurn hátt. Maðurinn hefur verið yfirheyrður og er hann laus úr haldi lögreglu. Ágúst hefur verið titlaður talsmaður bílstjóranna nokkrum sinnum á mbl.is, meðal annars þegar þeir söfnuðust saman í Tryggvagötu fyrir framan Hafnarhúsið í byrjun apríl og á Kringlumýrarbraut í lok mars. Sturla Jónsson, annar talsmaður bílstjóranna sagði síðan í fréttum Stöðvar 2 að maðurinn sem veittist að lögreglumanninum hafi verið vegfarandi en ekki bílstjóri. Þegar Vísir hafði samband við Sturlu í kvöld játti hann því að Ágúst hefði verið titlaður talsmaður bílstjóranna en að í dag hafi ekki staðið til að hann yrði á staðnum. „Hann kom bara þarna óvænt. Menn voru bara í skýrslutöku í dag og fóru svo að sækja tækin sín. Það átti ekkert að gerast í dag og við fordæmum þetta hroðalega atvik," segir Sturla. Hann tekur fram að Ágúst sé ekki vörubílstjóri heldur hafi hann verið í léttum flutningum. Nú eigi hann hins vegar ekki sendibíl. „En hann hefur haft mikinn áhuga á þessum málum," segir Sturla að lokum og bætir því við að bílstjórarnir séu hvergi nærri hættir mótmælum sínum. „Það gerist ekki fyrr en þessir moðhausar fara að opna á sér augun," sagði Sturla og átti þar við ráðamenn þjóðarinnar. Árásina má sjá hér. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Maðurinn sem réðst á lögreglumann við Kirkjusand í dag heitir Ágúst Fylkisson. Hann hefur undanfarið komið fram sem einn af talsmönnum vörubílstjóra í mótmælum þeirra. Aðrir talsmenn bílstjóranna hafa í dag fordæmt atvikið og sagt að árásarmaðurinn tengist vörubílstjórum ekki á nokkurn hátt. Maðurinn hefur verið yfirheyrður og er hann laus úr haldi lögreglu. Ágúst hefur verið titlaður talsmaður bílstjóranna nokkrum sinnum á mbl.is, meðal annars þegar þeir söfnuðust saman í Tryggvagötu fyrir framan Hafnarhúsið í byrjun apríl og á Kringlumýrarbraut í lok mars. Sturla Jónsson, annar talsmaður bílstjóranna sagði síðan í fréttum Stöðvar 2 að maðurinn sem veittist að lögreglumanninum hafi verið vegfarandi en ekki bílstjóri. Þegar Vísir hafði samband við Sturlu í kvöld játti hann því að Ágúst hefði verið titlaður talsmaður bílstjóranna en að í dag hafi ekki staðið til að hann yrði á staðnum. „Hann kom bara þarna óvænt. Menn voru bara í skýrslutöku í dag og fóru svo að sækja tækin sín. Það átti ekkert að gerast í dag og við fordæmum þetta hroðalega atvik," segir Sturla. Hann tekur fram að Ágúst sé ekki vörubílstjóri heldur hafi hann verið í léttum flutningum. Nú eigi hann hins vegar ekki sendibíl. „En hann hefur haft mikinn áhuga á þessum málum," segir Sturla að lokum og bætir því við að bílstjórarnir séu hvergi nærri hættir mótmælum sínum. „Það gerist ekki fyrr en þessir moðhausar fara að opna á sér augun," sagði Sturla og átti þar við ráðamenn þjóðarinnar. Árásina má sjá hér.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira