Innlent

Kompás í kvöld: Rússar fara frjálslega með staðreyndir

Ólafur Egilsson er í forsvari fyrir Íslenskan hátækniiðnað, samstarfsaðila Katamak.
Ólafur Egilsson er í forsvari fyrir Íslenskan hátækniiðnað, samstarfsaðila Katamak.

Katamak, samstarfsaðilar Íslensks hátækniiðnaðar í undirbúningi olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum, fara frjálslega með niðurstöður skoðannakönnunar sem gerð var um áhuga Vestfirðinga og annarra á olíuhreinsistöð.

Á heimasíðu samstarfsaðila Íslensks hátækniiðnaðar (katamak.ru) er fullyrt að 80 prósent Vestfiðinga séu hlynnt olíuhreinsistöðinni og er vitnað til Gallup-könnunar. Þar er býsna frjálslega farið með því samkvæmt upplýsingum frá Capacent-Gallup eru 53 prósent íbúa í Norð-vesturkjördæmi hlynnt hugmyndinni. Afgangurinn tekur ekki afstöðu eða er andvígur. Og sveitarstjórnarmenn vestra finnast í þeim hópi.

Kompás sýnir þátt í kvöld þar sem leitt er getum að því hvaða aðilar standi að baki þessum áformum. Þessi þáttur er afrakstur margra mánaða rannsóknarvinnu m.a. í Moskvu, Washington, Houston og Dublin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×