Innlent

Neitar aðild að pólsku mafíunni

Przemyslaw Plank.
Przemyslaw Plank.
Przemyslaw Plank, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í kvöld vegna gruns um aðild að hrottalegu morði í Póllandi, segist vera saklaus.

Plank segir að hinn raunverulegi morðingi sé landi hans Slawomir Sikoro. Þetta kom fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins. Plank segist hafa verið tekinn sem vitni úti í Póllandi en síðan sem grunaður. Hann kveðst hins vegar vera saklaus og að honum hafi verið heimilt að koma hingað til lands. Plank segir að ætlunin hafi verið að fara til Póllands í sumar og hitta konu sína þar.

Í samtali við Kastljósið neitaði Plank því að eiga aðild að pólsku mafíunni. Hann segist aldrei hafa brotið lög á Íslandi og aldrei hafa haft í hótunum við aðra Pólverja sem búsettir eru hér á landi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×