Viðskipti innlent

Í beinni frá hálendinu

Hvannadalshnúkur klifinn Starfsmenn Símans og Sensa í blíðunni uppi á Hvannadalshnúk.
Hvannadalshnúkur klifinn Starfsmenn Símans og Sensa í blíðunni uppi á Hvannadalshnúk.

Vaskir starfsmenn Símans og Sensa gengu upp á Hvannadalshnúk um síðastliðna helgi með það að markmiði að prófa sambandið við nýja 3G senda sem settir hafa verið upp á Háöxl, rétt undir Vatnajökli og Háfelli, sem er rétt austan Víkur í Mýrdal.

Gengið var í blíðskaparveðri og gekk allt að óskum. Nokkrum sinnum á leiðinni var staldrað við og hringt í fjölskyldumeðlimi sem fylgdust með göngunni sem var í beinni útsendingu á netinu í gegnum 3G netkort í fartölvu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×