Segir ekki hvaða lækni sem er treysta sér til Hafnar 9. apríl 2008 13:01 Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri. Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Hafnar í Hornafirði, sagði ástandið vissulega hafa verið slæmt en staðan væri þó mun betri nú. „Viðhorf íbúa snýr ekki að því að læknisþjónustan sé slæm heldur er ekki nógu mikil festa í henni. Þetta er búið að vera nokkuð gott núna undanfarið, við höfum haft tvo mjög góða lækna núna í allan vetur og annar þeirra heldur áfram næsta vetur," sagði Hjalti og bætti því við að samið væri við lækna um viss tímabil í senn, sum sveitarfélög væru mun erfiðari en önnur þegar að mönnun læknisþjónustu kæmi: „Þegar er skortur á læknum annars staðar þá eru það erfiðu læknahéruðin sem tæmast fyrst. Tala um eyjar Menn tala stundum um að þetta séu eyjar, sveitarfélögin Hornafjörður, Patreksfjörður og Vestmannaeyjar. Frá þessum stöðum er langt í næstu lækna og ætli menn að senda bráðatilfelli frá sér þurfa þeir að bíða eftir sjúkraflugi sem er kannski klukkutíma að koma á staðinn. Það er umtalsvert sem læknir þarf að takast á við hér, t.d. koma fyrir slys uppi á jökli sem geta verið mjög erfið og það er ekki hver sem er sem treystir sér hingað," sagði Hjalti. Hann rifjaði upp að veturinn 2006 til 2007 hefði verið ákaflega erfitt tímabil vegna mikillar læknaveltu á staðnum. „Þá kom upp sú staða að aðeins einn læknir var starfandi í héraðinu. Við höfum leyfi fyrir þremur stöðum sem þýðir ekki að þrír læknar séu á staðnum, læknir á rétt á bakvaktafríi, námsleyfi og venjulegu sumarfríi sem allt í allt eru kannski þrír mánuðir á ári svo það eru kannski þrír mánuðir á árinu sem þrír læknar eru á staðnum," sagði Hjalti að lokum. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Hafnar í Hornafirði, sagði ástandið vissulega hafa verið slæmt en staðan væri þó mun betri nú. „Viðhorf íbúa snýr ekki að því að læknisþjónustan sé slæm heldur er ekki nógu mikil festa í henni. Þetta er búið að vera nokkuð gott núna undanfarið, við höfum haft tvo mjög góða lækna núna í allan vetur og annar þeirra heldur áfram næsta vetur," sagði Hjalti og bætti því við að samið væri við lækna um viss tímabil í senn, sum sveitarfélög væru mun erfiðari en önnur þegar að mönnun læknisþjónustu kæmi: „Þegar er skortur á læknum annars staðar þá eru það erfiðu læknahéruðin sem tæmast fyrst. Tala um eyjar Menn tala stundum um að þetta séu eyjar, sveitarfélögin Hornafjörður, Patreksfjörður og Vestmannaeyjar. Frá þessum stöðum er langt í næstu lækna og ætli menn að senda bráðatilfelli frá sér þurfa þeir að bíða eftir sjúkraflugi sem er kannski klukkutíma að koma á staðinn. Það er umtalsvert sem læknir þarf að takast á við hér, t.d. koma fyrir slys uppi á jökli sem geta verið mjög erfið og það er ekki hver sem er sem treystir sér hingað," sagði Hjalti. Hann rifjaði upp að veturinn 2006 til 2007 hefði verið ákaflega erfitt tímabil vegna mikillar læknaveltu á staðnum. „Þá kom upp sú staða að aðeins einn læknir var starfandi í héraðinu. Við höfum leyfi fyrir þremur stöðum sem þýðir ekki að þrír læknar séu á staðnum, læknir á rétt á bakvaktafríi, námsleyfi og venjulegu sumarfríi sem allt í allt eru kannski þrír mánuðir á ári svo það eru kannski þrír mánuðir á árinu sem þrír læknar eru á staðnum," sagði Hjalti að lokum.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira