Segir Hannes hafa logið að þjóðinni 3. apríl 2008 14:30 MYND/GVA „Ef nemendur eru reknir fyrir að stela úr verkum annarra og gera þau að sínum þá hlýtur það sama að ganga yfir kennara. Er það ekki svoleiðis ef menn brjóta af sér í starfi sínu að þá missa þeir starfið?" spyr Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og dóttir Halldórs Kiljan Laxness, innt álits á væntanlegum viðbrögðum Háskóla Íslands við dómi Hæstaréttar. „Þetta hefði ekki þurft að fara í svona mikil læti, við buðum Hannesi að biðjast afsökunar og draga þessa bók til baka. Hann vildi það ekki, hann neitaði því og fyrst hann neitaði þessari kurteislegu beiðni okkar þá fórum við í hart. Þetta vildi hann frekar og hann er ekki bara búinn að stela frá föður mínum, hann er búinn að stela frá 12 - 14 manns í viðbót," segir Guðný ómyrk í máli og bætir því við að Hannes hafi verið staffírugur, neitað að draga bók sína til baka og viljað fara út í hart. Guðný heldur því enn fremur fram að Hannes hafi ekki verið einn að verki heldur hafi hann notið aðstoðar forstöðumanns á Þjóðarbókhlöðunni sem hafi látið sér í léttu rúmi liggja að Hannes hafi ljósritað þar upp úr öllum bréfum Halldórs að fjölskyldu hans fornspurðri og auk þess aðstoðað hann við það á meðan annað starfsfólk bókhlöðunnar hafi látið fjölskyldu skáldsins vita þegar til stóð að ljósrita. „Svo lýgur Hannes að þjóðinni, hann var búinn að fara í allt bréfasafnið og búinn að ljósrita þetta þegar við lokuðum safninu sem var í óreiðu og nýtt efni að berast, hann sagði það sjálfur í RÚV og Mogganum . En hann var með stjórn Þjóðarbókhlöðunnar og fleiri sér til fulltingis og við gátum ekkert gert," sagði Guðný að lokum. Tengdar fréttir Dómur fyrir ritstuld grafalvarlegt mál Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst segir að skólinn myndi taka mjög afdráttarlaust á málum ef prófessor við skólann yrði dæmdur fyrir ritstuld. 3. apríl 2008 14:02 Opinberun Hannesar fyrir helgi Þær upplýsingar fengust hjá rektorsskrifstofu Háskóla Íslands í dag að ákvörðunar væri að vænta í máli prófessors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fyrir helgi en yfirstjórn skólans fundar nú um málið. 3. apríl 2008 13:23 Deildarforseti háskóla í Durham rekinn fyrir ritstuld Tony Antoniou deildarforseti við Viðskiptaháskólann í Durham á Bretlandi hefur verið rekinn fyrir ritstuld. Tony tók veigarmikla kafla sem hann notaði orðrétt í blaðagrein og doktorsritgerð sína. 3. apríl 2008 13:49 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
„Ef nemendur eru reknir fyrir að stela úr verkum annarra og gera þau að sínum þá hlýtur það sama að ganga yfir kennara. Er það ekki svoleiðis ef menn brjóta af sér í starfi sínu að þá missa þeir starfið?" spyr Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og dóttir Halldórs Kiljan Laxness, innt álits á væntanlegum viðbrögðum Háskóla Íslands við dómi Hæstaréttar. „Þetta hefði ekki þurft að fara í svona mikil læti, við buðum Hannesi að biðjast afsökunar og draga þessa bók til baka. Hann vildi það ekki, hann neitaði því og fyrst hann neitaði þessari kurteislegu beiðni okkar þá fórum við í hart. Þetta vildi hann frekar og hann er ekki bara búinn að stela frá föður mínum, hann er búinn að stela frá 12 - 14 manns í viðbót," segir Guðný ómyrk í máli og bætir því við að Hannes hafi verið staffírugur, neitað að draga bók sína til baka og viljað fara út í hart. Guðný heldur því enn fremur fram að Hannes hafi ekki verið einn að verki heldur hafi hann notið aðstoðar forstöðumanns á Þjóðarbókhlöðunni sem hafi látið sér í léttu rúmi liggja að Hannes hafi ljósritað þar upp úr öllum bréfum Halldórs að fjölskyldu hans fornspurðri og auk þess aðstoðað hann við það á meðan annað starfsfólk bókhlöðunnar hafi látið fjölskyldu skáldsins vita þegar til stóð að ljósrita. „Svo lýgur Hannes að þjóðinni, hann var búinn að fara í allt bréfasafnið og búinn að ljósrita þetta þegar við lokuðum safninu sem var í óreiðu og nýtt efni að berast, hann sagði það sjálfur í RÚV og Mogganum . En hann var með stjórn Þjóðarbókhlöðunnar og fleiri sér til fulltingis og við gátum ekkert gert," sagði Guðný að lokum.
Tengdar fréttir Dómur fyrir ritstuld grafalvarlegt mál Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst segir að skólinn myndi taka mjög afdráttarlaust á málum ef prófessor við skólann yrði dæmdur fyrir ritstuld. 3. apríl 2008 14:02 Opinberun Hannesar fyrir helgi Þær upplýsingar fengust hjá rektorsskrifstofu Háskóla Íslands í dag að ákvörðunar væri að vænta í máli prófessors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fyrir helgi en yfirstjórn skólans fundar nú um málið. 3. apríl 2008 13:23 Deildarforseti háskóla í Durham rekinn fyrir ritstuld Tony Antoniou deildarforseti við Viðskiptaháskólann í Durham á Bretlandi hefur verið rekinn fyrir ritstuld. Tony tók veigarmikla kafla sem hann notaði orðrétt í blaðagrein og doktorsritgerð sína. 3. apríl 2008 13:49 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Dómur fyrir ritstuld grafalvarlegt mál Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst segir að skólinn myndi taka mjög afdráttarlaust á málum ef prófessor við skólann yrði dæmdur fyrir ritstuld. 3. apríl 2008 14:02
Opinberun Hannesar fyrir helgi Þær upplýsingar fengust hjá rektorsskrifstofu Háskóla Íslands í dag að ákvörðunar væri að vænta í máli prófessors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fyrir helgi en yfirstjórn skólans fundar nú um málið. 3. apríl 2008 13:23
Deildarforseti háskóla í Durham rekinn fyrir ritstuld Tony Antoniou deildarforseti við Viðskiptaháskólann í Durham á Bretlandi hefur verið rekinn fyrir ritstuld. Tony tók veigarmikla kafla sem hann notaði orðrétt í blaðagrein og doktorsritgerð sína. 3. apríl 2008 13:49