Innlent

Geir og Ingibjörg Sólrún með einkaþotu á NATO-fund

Íslenska sendinefndin sem fer á leiðtogafund NATO í Búkarest á morgun mun ferðast með einkaþotu til Rúmeníu frá Íslandi. Aðstoðarkona forsætisráðherra segir kostnaðarmuninn á ferðinni miðað við áætlunarflug óverulegan. Með vélinni fara þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra auk fylgdarliðs og blaðamanna.

Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarkona Geirs, segir að kostnaðurinn við ferðina hafi verið athugaður og að komið hafi í ljós að munurinn væri óverulegur hvort heldur væri notast við einkaþotu eða almennt flug. „Þá tek ég ekki með í reikninginn kostnað sem hlýst af því að vera lengur í ferðinni. Ef hin leiðin hefði verið farin hefði þurft að leggja af stað í dag og gista í London í nótt. Þaðan hefði svo verið flogið til Rúmeníu. Það var því ákveðið að fara þessa leið til að lágmarka fjarveru ráðherrana og stytta ferðatímann," segir Gréta.

Flugvélin, sem er af gerðinni Dornier 328 er leigð af íslenska fyrirtækinu Icejet en Gréta vildi ekki gefa upp kostnaðinn við flugið. Fjórtán manns fara í ferðina, tíu frá ráðuneytunum og fjórir blaðamenn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×