Byrjum á réttum enda 28. mars 2008 05:30 Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES-samningurinn svokallaði, hefur verið Íslendingum afar mikilvægur. Segja má að með samningnum hafi mörgum þeim framfaramálum, sem verulegur pólitískur ágreiningur hafði verið um svo árum skipti, verið komið í höfn. Sem dæmi má nefna grundvallarbreytingar á umhverfi íslensks viðskiptalífs í átt til frjálsræðis, m.a. með löggjöf um verðbréfaviðskipti og kauphallarstarfsemi, alls konar áherslur á sviði neytendaverndar og fleiri atriði má telja. Við Íslendingar vorum sannarlega á leið í átt að frjálsari viðskiptaháttum, en vafalaust hefur gerð samningsins hraðað öllu regluverki verulega. Ekki má gleyma því að grunnurinn að tilurð Evrópska efnahagssvæðisins var EFTA-samningurinn sem hafði á sínum tíma mikla þýðingu fyrir þjóðina. Kannski er það rétt, sem sumir hafa haldið fram, að Ísland hefði átt að fylgja Danmörku inn í ESB í upphafi 8. áratugarins. Sennilega munu Danir ávallt njóta þess í völdum innan ESB að hafa verið snemma á ferðinni.Skart fram gengiðMeirihluti þeirra þjóða sem átti aðild að EES-samningnum í upphafi, gekk fljótlega í ESB og sennilega hafa samningaviðræðurnar við ESB um samninginn valdið því hve flestum gekk greiðlega að fá aðild að ESB samþykkta í heimalöndunum, þótt Noregur sé undantekning þar frá. Í mínum huga er alveg nauðsynlegt að huga vel að fortíðinni og þeim aðstæðum og umræðum sem uppi voru í þjóðfélaginu þegar EES-samningurinn var lögfestur, þegar við núna ræðum hugsanlega aðild Íslands að ESB. Við skulum flýta okkur hægt, vinna heimavinnuna þannig að ef við teljum rétt að ganga í ESB sé undirbúningurinn klár. Í þessu efni eru nokkur grundvallaratriði fyrir hendi sem ekki verður horft framhjá.Við gerð EES-samningsins átti að ganga frá ákvæðum stjórnarskrárinnar, t.d. hefði verið rétt að semja ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur við vissar aðstæður, m.a. þegar kemur að valdaframsali í þá veru sem EES-samningurinn hefur í för með sér. Í mínum huga var gengið skart fram við gerð EES-samningsins og vel má vera að það hafi verið nauðsynlegt á þeim tíma. Hins vegar er staðreyndin sú, að áhrif samningsins inn í íslenska löggjöf hafa verið meiri en þorri manna gerði sér grein fyrir.StjórnarskárbreytingarÍslendingar eiga ekki að sækja um aðild að ESB fyrr en fram hafa farið nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni. Mikið hefur verið sagt og skrifað um ESB og í raun engin ástæða til að setja af stað enn eina nefndina um atriði sem þegar liggja fyrir, eins og t.d. kosti og galla sambandsaðildar. Á endanum er um að ræða ákvörðun sem íslenska þjóðin á að taka út frá hagsmunum landsins til lengri tíma. Hins vegar hefur skort á frekari umræðu um þau undirbúningsskref sem þarf að taka ÁÐUR en hægt er að taka afstöðu til kosta og galla ESB-aðildar.Það kann vel að vera að innleiðing löggjafar Evrópusambandsins yrði með vandaðri hætti með aðild en ekki, þótt það sé alls ekki útilokað að nýta samninginn um EES betur, sérstaklega hvað eftirfylgni Alþingis varðar. Þegar horft er til hagsmuna Íslands skal á það minnt að Ísland hefur alla tíð notið þess að vera lítið land. Við höfum náð góðum samningum við stórveldi beggja vegna Atlantsála og þeir fríverslunarsamningar sem við höfum náð, við þjóðir hvaðanæva hafa reynst heilladrjúgir. Við verðum að horfa til þess hvort hægt sé að halda sjálfstæði okkar að þessu leyti frekar en að rogast með öllum þeim þjóðum sem eru í ESB.Íslenska krónan er lítill gjaldmiðill og veikleikar lítillar myntar koma hvað skýrast í ljós þegar þrengir að á alþjóðavísu. Hættan er alltaf sú að hægt sé að spila á smáan gjaldmiðil og fyrir fyrirtæki í alþjóðarekstri getur hún reynst fyrirstaða. En það er afar óskynsamlegt að kasta krónunni þegar harðnar á dalnum og leita að fljótlegustu lausninni sem í huga margra er upptaka evru. Það getur vel verið að við munum sjá hag í því að taka upp evru en það verður að vera um leið og horft er á inngöngu í Evrópusambandið með öllu sem því fylgir. Slíka ákvörðun verða menn að taka þegar jafnvægi er komið á þjóðarbúskapinn.TímaspursmálAðild að ESB tekur langan tíma. Það er ágætt að nota komandi misseri til að fara í gegnum þá þætti sem þarf þannig að ef ástæða þykir til að skoða aðild að ESB strandi það ekki á skorti á undirbúningi heima fyrir. Það dettur engum í hug að útiloka aðild að sambandinu til langs tíma og satt að segja held ég að það sé frekar tímaspursmál en hitt hvenær við stöndum frammi fyrir þessari ákvörðun.En ef umræðan um Ísland og Evrópusambandið á að vera á skynsamlegum nótum, verður að byrja á réttum enda og þar skiptir undirbúningur hér heima fyrir, og þá ekki síst ákvæði stjórnarskrárinnar, miklu máli.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES-samningurinn svokallaði, hefur verið Íslendingum afar mikilvægur. Segja má að með samningnum hafi mörgum þeim framfaramálum, sem verulegur pólitískur ágreiningur hafði verið um svo árum skipti, verið komið í höfn. Sem dæmi má nefna grundvallarbreytingar á umhverfi íslensks viðskiptalífs í átt til frjálsræðis, m.a. með löggjöf um verðbréfaviðskipti og kauphallarstarfsemi, alls konar áherslur á sviði neytendaverndar og fleiri atriði má telja. Við Íslendingar vorum sannarlega á leið í átt að frjálsari viðskiptaháttum, en vafalaust hefur gerð samningsins hraðað öllu regluverki verulega. Ekki má gleyma því að grunnurinn að tilurð Evrópska efnahagssvæðisins var EFTA-samningurinn sem hafði á sínum tíma mikla þýðingu fyrir þjóðina. Kannski er það rétt, sem sumir hafa haldið fram, að Ísland hefði átt að fylgja Danmörku inn í ESB í upphafi 8. áratugarins. Sennilega munu Danir ávallt njóta þess í völdum innan ESB að hafa verið snemma á ferðinni.Skart fram gengiðMeirihluti þeirra þjóða sem átti aðild að EES-samningnum í upphafi, gekk fljótlega í ESB og sennilega hafa samningaviðræðurnar við ESB um samninginn valdið því hve flestum gekk greiðlega að fá aðild að ESB samþykkta í heimalöndunum, þótt Noregur sé undantekning þar frá. Í mínum huga er alveg nauðsynlegt að huga vel að fortíðinni og þeim aðstæðum og umræðum sem uppi voru í þjóðfélaginu þegar EES-samningurinn var lögfestur, þegar við núna ræðum hugsanlega aðild Íslands að ESB. Við skulum flýta okkur hægt, vinna heimavinnuna þannig að ef við teljum rétt að ganga í ESB sé undirbúningurinn klár. Í þessu efni eru nokkur grundvallaratriði fyrir hendi sem ekki verður horft framhjá.Við gerð EES-samningsins átti að ganga frá ákvæðum stjórnarskrárinnar, t.d. hefði verið rétt að semja ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur við vissar aðstæður, m.a. þegar kemur að valdaframsali í þá veru sem EES-samningurinn hefur í för með sér. Í mínum huga var gengið skart fram við gerð EES-samningsins og vel má vera að það hafi verið nauðsynlegt á þeim tíma. Hins vegar er staðreyndin sú, að áhrif samningsins inn í íslenska löggjöf hafa verið meiri en þorri manna gerði sér grein fyrir.StjórnarskárbreytingarÍslendingar eiga ekki að sækja um aðild að ESB fyrr en fram hafa farið nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni. Mikið hefur verið sagt og skrifað um ESB og í raun engin ástæða til að setja af stað enn eina nefndina um atriði sem þegar liggja fyrir, eins og t.d. kosti og galla sambandsaðildar. Á endanum er um að ræða ákvörðun sem íslenska þjóðin á að taka út frá hagsmunum landsins til lengri tíma. Hins vegar hefur skort á frekari umræðu um þau undirbúningsskref sem þarf að taka ÁÐUR en hægt er að taka afstöðu til kosta og galla ESB-aðildar.Það kann vel að vera að innleiðing löggjafar Evrópusambandsins yrði með vandaðri hætti með aðild en ekki, þótt það sé alls ekki útilokað að nýta samninginn um EES betur, sérstaklega hvað eftirfylgni Alþingis varðar. Þegar horft er til hagsmuna Íslands skal á það minnt að Ísland hefur alla tíð notið þess að vera lítið land. Við höfum náð góðum samningum við stórveldi beggja vegna Atlantsála og þeir fríverslunarsamningar sem við höfum náð, við þjóðir hvaðanæva hafa reynst heilladrjúgir. Við verðum að horfa til þess hvort hægt sé að halda sjálfstæði okkar að þessu leyti frekar en að rogast með öllum þeim þjóðum sem eru í ESB.Íslenska krónan er lítill gjaldmiðill og veikleikar lítillar myntar koma hvað skýrast í ljós þegar þrengir að á alþjóðavísu. Hættan er alltaf sú að hægt sé að spila á smáan gjaldmiðil og fyrir fyrirtæki í alþjóðarekstri getur hún reynst fyrirstaða. En það er afar óskynsamlegt að kasta krónunni þegar harðnar á dalnum og leita að fljótlegustu lausninni sem í huga margra er upptaka evru. Það getur vel verið að við munum sjá hag í því að taka upp evru en það verður að vera um leið og horft er á inngöngu í Evrópusambandið með öllu sem því fylgir. Slíka ákvörðun verða menn að taka þegar jafnvægi er komið á þjóðarbúskapinn.TímaspursmálAðild að ESB tekur langan tíma. Það er ágætt að nota komandi misseri til að fara í gegnum þá þætti sem þarf þannig að ef ástæða þykir til að skoða aðild að ESB strandi það ekki á skorti á undirbúningi heima fyrir. Það dettur engum í hug að útiloka aðild að sambandinu til langs tíma og satt að segja held ég að það sé frekar tímaspursmál en hitt hvenær við stöndum frammi fyrir þessari ákvörðun.En ef umræðan um Ísland og Evrópusambandið á að vera á skynsamlegum nótum, verður að byrja á réttum enda og þar skiptir undirbúningur hér heima fyrir, og þá ekki síst ákvæði stjórnarskrárinnar, miklu máli.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar