Mótmælum vörubílstjóra lokið - boða dagleg mótmæli 27. mars 2008 15:54 Mótmælum vörubílstjóra í Ártúnsbrekkunni lauk fyrir stundu eftir að lögregla kom á vettvang og er því umferðarteppan að leysast. Vörubílstjórarnir hyggjast mótmæla með þessum hætti á hverjum degi þar til gengið verður að kröfum þeirra um lækkun olíugjalda og breytingar á reglum um aksturstíma. Löng vörubílaröð hafði myndast frá Grensásvegi til bensínstöðvar N1 í Ártúnsbrekku á leiðinni út úr bænum og voru miklar umferðartafir af þessum sökum. Vörubílstjórar, sem eru óánægðir með hátt olíugjald og háar sektir Vegagerðarinnar, ákváðu að teppa umferð í brekkunni með því að leggja bílum sínum á veginn. Að sögn Páls Pálssonar, forsvarsmanns hagsmunasamtaka vörubílstjóra sem stofnuð voru á dögunum, er mikill hiti í mönnum. Hann segir mótmælin í dag ekki að frumkvæði samtakanna heldur hafi hópur vörubílstjóra ákveðið að taka málin í sínar hendur. Verið sé að mótmæla hækkandi olíuverði og gjaldheimtu ríkisins af vörubílstjórum. Mótmælin stóðu í um hálfa klukkustund. Páll sagði eftir mótmælin að mikill hugur væri í vörubílsstjórum og þeir hygðust endurtaka leikinn á hverjum degi þar til þeir næðu eyrum yfirvalda. „Þetta tókst vel og fólkið í umferðinni sýndi okkur stuðning og því ætlum við að halda áfram," segir Páll. Hann segir að ekki verði staðið að mótmælunum á sama tíma á hverjum degi en vörubílstjórar muni ekki hætta fyrr en orðið verði við kröfum þeirra um að lækka olíuverð og breyta lögum um aksturstíma vörubílstjóra. Þeir megi samkvæmt reglugerð aka í fjóra og hálfan tíma án þess að stöðva en það telji þeir ekki ásættanlegt. Tengdar fréttir Vörubílstjórar teppa umferð í Ártúnsbrekku Löng vörubílaröð liggur frá Grensásvegi til bensínstöðvar N1 í Ártúnsbrekku á leiðinni út úr bænum og eru miklar umferðartafir af þessum sökum. Vörubílstjórar sem eru óánægðir með hátt olíugjald og háar sektir Vegagerðarinnar ákváðu að teppa umferð í brekkunni með því að leggja bílum sínum á veginn. 27. mars 2008 14:49 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Mótmælum vörubílstjóra í Ártúnsbrekkunni lauk fyrir stundu eftir að lögregla kom á vettvang og er því umferðarteppan að leysast. Vörubílstjórarnir hyggjast mótmæla með þessum hætti á hverjum degi þar til gengið verður að kröfum þeirra um lækkun olíugjalda og breytingar á reglum um aksturstíma. Löng vörubílaröð hafði myndast frá Grensásvegi til bensínstöðvar N1 í Ártúnsbrekku á leiðinni út úr bænum og voru miklar umferðartafir af þessum sökum. Vörubílstjórar, sem eru óánægðir með hátt olíugjald og háar sektir Vegagerðarinnar, ákváðu að teppa umferð í brekkunni með því að leggja bílum sínum á veginn. Að sögn Páls Pálssonar, forsvarsmanns hagsmunasamtaka vörubílstjóra sem stofnuð voru á dögunum, er mikill hiti í mönnum. Hann segir mótmælin í dag ekki að frumkvæði samtakanna heldur hafi hópur vörubílstjóra ákveðið að taka málin í sínar hendur. Verið sé að mótmæla hækkandi olíuverði og gjaldheimtu ríkisins af vörubílstjórum. Mótmælin stóðu í um hálfa klukkustund. Páll sagði eftir mótmælin að mikill hugur væri í vörubílsstjórum og þeir hygðust endurtaka leikinn á hverjum degi þar til þeir næðu eyrum yfirvalda. „Þetta tókst vel og fólkið í umferðinni sýndi okkur stuðning og því ætlum við að halda áfram," segir Páll. Hann segir að ekki verði staðið að mótmælunum á sama tíma á hverjum degi en vörubílstjórar muni ekki hætta fyrr en orðið verði við kröfum þeirra um að lækka olíuverð og breyta lögum um aksturstíma vörubílstjóra. Þeir megi samkvæmt reglugerð aka í fjóra og hálfan tíma án þess að stöðva en það telji þeir ekki ásættanlegt.
Tengdar fréttir Vörubílstjórar teppa umferð í Ártúnsbrekku Löng vörubílaröð liggur frá Grensásvegi til bensínstöðvar N1 í Ártúnsbrekku á leiðinni út úr bænum og eru miklar umferðartafir af þessum sökum. Vörubílstjórar sem eru óánægðir með hátt olíugjald og háar sektir Vegagerðarinnar ákváðu að teppa umferð í brekkunni með því að leggja bílum sínum á veginn. 27. mars 2008 14:49 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Vörubílstjórar teppa umferð í Ártúnsbrekku Löng vörubílaröð liggur frá Grensásvegi til bensínstöðvar N1 í Ártúnsbrekku á leiðinni út úr bænum og eru miklar umferðartafir af þessum sökum. Vörubílstjórar sem eru óánægðir með hátt olíugjald og háar sektir Vegagerðarinnar ákváðu að teppa umferð í brekkunni með því að leggja bílum sínum á veginn. 27. mars 2008 14:49