Innlent

Borgarstjóri dregur ummælin um Óskar til baka

Í upphafi borgarstjórnarfundar í dag kvað Ólafur F. Magnússon borgarstjóri sér hljóðs og dró til baka fyrri ummæli sín um Óskar Bergsson borgarfulltrúa Framsóknarflokksins frá síðasta fundi borgarstjórnar Reykjavíkur.

Ummæli þessi féllu eftir að borgarfulltrúi Framsóknarflokksins beindi fyrirspurnum til borgarstjóra varðandi aðkomu aðstoðarmanns hans að deiliskipulagsvinnu við Laugaveg, og voru ummælin á þann veg að borgarstjórn setti niður með nærveru Óskars.

Í ræðu borgarstjóra í dag segir að fyrirspurnin hafi komið honum á óvart, orðaskiptin í kjölfarið hafi verið nokkuð hvöss og þar hafi fallið orð sem hefðu betur verið látin ósögð.

Einnig að í þeim hafi falist yfirlýsingar sem borgarstjóri hefði ekki viljað láta falla um persónu annars borgarfulltrúa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×