Innlent

Krónan ekki veikari í fjölda ára

Krónan hélt áfram að veikjast í dag og hefur hún ekki verið veikari í yfir sex ár. Verðhækkanir hellast yfir landsmenn með vorinu að óbreyttu.

Gengi krónunnar hefur verið á fleygiferð alla vikuna. Krónan hefur veikst býsna hratt og hélt því áfram í dag en þá féll gengi hennar um 1,6%. Frá áramótum hefur gengið veikst um hátt í 17%. Evran er nú um 111 krónur og bandaríkjadalurinn um 71 króna.

Jón Bjarki Bentsson hagfræðingur hjá Greiningardeild Glitnis segir þess ekki lengi að bíða neytendur finni fyrir áhrifum veikingar krónunnar í hærra vöruverði ef hún styrkist ekki aftur. Veiking krónunnar sé þegar farin að skila sér í verðbólgu og vöruverð hækki töluvert á innfluttum vörum með vorinu að óbreyttu. Ríflega þriðjungur af neyslu Íslendinga eru innfluttar vörur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×