Innlent

Skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á síðustu árum, segir OECD

Ísland er í hópi þeirra ríkja þar sem skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á árabilinu 2000-2006 samkvæmt samtantekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þá hafa breytingar á skattkerfi hér á landi fyrst og fremst gagnast þeim tekjumeiri ólíkt því sem víða gerist innan OECD.

Fram kemur á vef stofnarinnar að að meðaltali hafi skattar lækkað meðal OECD-ríkja en hins vegar séu nokkur lönd þar sem skattar á barnafjölskyldur hafi staðið í stað eða hækkað.

Ástralía, Ungverjaland, Írland og Nýja-Sjáland eru meðal þeirra landa þar sem skattar sem hlutfall af tekjum hafa minnkað á árabilinu 2000-2006 og er það rakið til fjölskylduvænnar skattastefnu. Íslenskar, grískar, kóreskar og mexíkóskar fjölskyldu hafi hins vegar þurft að sæta aukinni skattheimtu. Bent er á að í þessum löndum hafi laun hækkað umtalsvert á tímabilinu, allt upp í 40 prósent. Verðbólga hafi hækkað en skattleysismörk hafi ekki fylgt hækkandi launum og því hækki skattarnir.

OECD bendir á að í þeim löndum sem aðild eiga að stofnuninni hafi skattabreytingar jafnan verið í þágu þeirra sem lág hafa launin. Hins vegar hafi skattabreytingar í nokkrum löndum, þar á meðal Íslandi, fyrst og fremst hagnast þeim sem hærri tekjur hafa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×