Erlent

Flugmaðurinn var 24 ára gömul kona

Vélin var hætt komin
Vélin var hætt komin

Milljónir manna út um allan heim sáu myndir af frækilegu afreki flugmanns á flugvellinum í Hamburg í vikunni. Nú hefur komið í ljós að það var aðstoðarflugmaðurinn sem var við stjórnvölinn.

137 manneskjur sluppu eftir snarræði flugstjórans og var hinn 37 ára gamli Oliver A. talinn hafa unnið mikið afrek. Hann virtist hafa afstýrt stórslysi á síðustu stundu. „Aðflugið var skelfilegt en í lendingunni vorum við með allt á hreinu," sagði Oliver eftir atburðinn.

Maxi J.

Aðstoðarflugmaðurinn var hinsvegar undir stýri en það var hin 24 ára gamla Maxi J.

Því er réttara að eigna henni heiðurinn af afrekinu frekar en Oliver, sem þó stóð sig vel í flugferðinni.

Sjá myndbandið hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×