Níu þúsund á barn? 5. mars 2008 16:37 Sigrún Elsa Smáradóttir. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, gagnrýnir harðlega hugmyndir um greiðslur til handa foreldrum sem eru með börn sín á biðlistum leikskóla. Ekki hefur enn verið gefið upp hve háar upphæðir verður um að ræða en Sigrún hefur reiknað út að um 9 þúsund krónur sé að ræða eftir skatta. Fjármálastjóri borgarinnar segir að ekki sé búið að forma þessar hugmyndir til fulls en bendir á að heimgreiðslur í Kópavogi séu skattfrjálsar og að mögulega verði sá háttur einnig hafður á í Reykjavík. Það eigi stjórnmálamennirnir þó eftir að ákveða. Á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi reiknaði Sigrún hver möguleg greiðsla verður. „Ef það er rétt sem borgarstjóri hefur haldið á lofti í borgarstjórn og í fjölmiðlum að 1.200 börn séu á biðlistum eftir leikskólaplássum, þá skiptast 200 milljónirnar sem verja á í heimgreiðslur árið 2009 þannig að 13.888 krónur á mánuði koma í hlut foreldra sem ekki koma börnum á leikskóla," segur Sigrún Elsa. „Þá á eftir að taka skatt af greiðslunum og því eru það innan við 9 þúsund krónur sem að endingu koma í hlut foreldra með hverju barni." Sigrún bendir á að Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri hafi sagt að gert sé ráð fyrir því að greiðslurnar skipti sköpum fyrir foreldra. „Því fer fjarri að 9 þúsund krónur á mánuði skipti sköpum fyrir þær fjölskyldur sem ekki koma börnum að á leikskólum borgarinnar og geta því ekki sinnt vinnu sinni fjölskyldum sínum til framfærslu. Það er miklu nær að ráðast í það átak í uppbyggingu leikskólamála sem þörf er á í Reykjavík." Sigrún segir einnig að það sé afturhvarf til löngu liðins tíma að ætla að borga foreldrum fyrir að vera heima. „Sagan hefur sýnt að það er oftast konan sem fær það hlutskipti að sitja eftir heima. Slíkt er einungis til þess fallið að viðhalda launamun kynjanna og öðru kynbundnu óréttlæti á vinnumarkaði." Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, segir að hugmyndin um greiðslurnar sé enn ekki fullmótuð og því ekki hægt að slá á hve miklar upphæðir verði að ræða. „Þessar svokölluðu heimgreiðslur sem eru viðhafðar í Kópavogi eru að því er best ég veit, skattfrjálsar. Það er hins vegar ekki búið að forma þetta til fulls hér í borginni,"segir Birgir en vísar að öðru leyti á fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn. Ekki náðist í Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, gagnrýnir harðlega hugmyndir um greiðslur til handa foreldrum sem eru með börn sín á biðlistum leikskóla. Ekki hefur enn verið gefið upp hve háar upphæðir verður um að ræða en Sigrún hefur reiknað út að um 9 þúsund krónur sé að ræða eftir skatta. Fjármálastjóri borgarinnar segir að ekki sé búið að forma þessar hugmyndir til fulls en bendir á að heimgreiðslur í Kópavogi séu skattfrjálsar og að mögulega verði sá háttur einnig hafður á í Reykjavík. Það eigi stjórnmálamennirnir þó eftir að ákveða. Á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi reiknaði Sigrún hver möguleg greiðsla verður. „Ef það er rétt sem borgarstjóri hefur haldið á lofti í borgarstjórn og í fjölmiðlum að 1.200 börn séu á biðlistum eftir leikskólaplássum, þá skiptast 200 milljónirnar sem verja á í heimgreiðslur árið 2009 þannig að 13.888 krónur á mánuði koma í hlut foreldra sem ekki koma börnum á leikskóla," segur Sigrún Elsa. „Þá á eftir að taka skatt af greiðslunum og því eru það innan við 9 þúsund krónur sem að endingu koma í hlut foreldra með hverju barni." Sigrún bendir á að Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri hafi sagt að gert sé ráð fyrir því að greiðslurnar skipti sköpum fyrir foreldra. „Því fer fjarri að 9 þúsund krónur á mánuði skipti sköpum fyrir þær fjölskyldur sem ekki koma börnum að á leikskólum borgarinnar og geta því ekki sinnt vinnu sinni fjölskyldum sínum til framfærslu. Það er miklu nær að ráðast í það átak í uppbyggingu leikskólamála sem þörf er á í Reykjavík." Sigrún segir einnig að það sé afturhvarf til löngu liðins tíma að ætla að borga foreldrum fyrir að vera heima. „Sagan hefur sýnt að það er oftast konan sem fær það hlutskipti að sitja eftir heima. Slíkt er einungis til þess fallið að viðhalda launamun kynjanna og öðru kynbundnu óréttlæti á vinnumarkaði." Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, segir að hugmyndin um greiðslurnar sé enn ekki fullmótuð og því ekki hægt að slá á hve miklar upphæðir verði að ræða. „Þessar svokölluðu heimgreiðslur sem eru viðhafðar í Kópavogi eru að því er best ég veit, skattfrjálsar. Það er hins vegar ekki búið að forma þetta til fulls hér í borginni,"segir Birgir en vísar að öðru leyti á fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn. Ekki náðist í Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira