Viðskipti innlent

Landsbankastjóri hlynntur því að taka upp evruna

Sigurjón Árnason landsbankastjóri er hlynntur því að Íslendingar taki upp evruna sem gjaldmiðil í náinni framtíð. Þetta kom fram hjá honum í spjalli við Sigmund Erni Rúnarsson í þættinum Mannamál á Stöð 2 í kvöld.

Sigurjón segir að krónan hafi verið góð til síns brúks á sínum tíma þegar landið var lokaðari en nú er. Staðan nú sé hins vegar sú að Íslendingar hafi ekki lengur stjórn á krónunni. Hún gangi kaupum og sölum út í hinum stóra heimi.

Sigurjón leggur áherslu á að upptaka á evru sem gjaldmiðli sé ekki hlutur sem gerist á einni nóttu. Slíkt þurfi vandlegan undirbúning og margir þurfi að koma þar að máli. Það flæki einnig stöðuna að fjöldi Íslendinga sé ekki hrifinn af því að ganga í Evrópusambandið. Það væri hins vegar jákvætt að mati hans að taka up evruna.

Aðspurður um hvort aðrir gjaldmiðlar en evran kæmu til greina segir Sigurjón að hann veðji á evruna enda sé hún mun líklegri en aðrir gjaldmiðlar.

 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×