Erlent

EES samningurinn opnað dyr

Bryndís Hólm í Noregi skrifar

EES samningurinn hefur opnað dyrnar að mikilvægu samstarfi Íslands og Noregs og annarra Evrópuríkja i öryggismálum. Þetta sagði Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, á ráðstefnu um Evrópumál sem haldin var í Ósló um helgina.

Á ráðstefnunni, sem haldin var af samtökum aðildarsinna Noregs að Evrópusambandinu, sagði Gahr-Støre að Evrópuvettvangurinn væri lífsnauðsynlegur fyrir Noreg og Ísland. Löndin stæðu þétt saman í krafti EES og að samstarf á sviði öryggis- og varnarmála væri mikilvægt. Hann sagði EES samningninn mikilvægari nú en þegar hann var settur á laggirnar fyrir hálfum öðrum áratug.

„Í dag hafa öryggismálin fengið nýja merkingu sem tengist orku- og umhverfismálum, ferðum yfir landamæri og baráttunni gegn glæpastarfsemi," segir Gahr-Støre.

„Þetta er skýrara en áður. EES hefur opnað okkur dyrnar fyrir samstarf á þessum sviðum. Þess vegna er EES samningurinn mikilvægari enn áður. Hann hefur víkkað ut og dýpkað og er þar af leiðandi þýðingarmeiri. Sumir eru þeirrar skoðunar, og ég er þeirrar skoðunar að best væri að Noregur væri fullgildur aðili að ESB. En Noregur hefur tvívegis hafnað aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu og þá niðurstöðu virðum við. Eins og staðan er núna er EES besti kosturinn."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×