Innlent

Farþegar komnir í Leifsstöð

Frá Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi.
Frá Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi.

Farþegar með vél á vegum Heimsferða eru nú komnir inn í Leifsstöð. Þeir sátu fastir í vélinni á Keflavíkurflugvelli í eina tvo tíma vegna veðurs.

Flugvélin kemst ekki að Leifsstöð vegna veðurs en vélin lenti um sex-leitið í dag. Svipað var upp á teningnum í gærkvöldi er farþegar úr þremur vélum, samtals um 450 manns, sátu fastir í vélunum í eina fimm tíma.

Ástandið nú var ekki jafnalvarlegt, aðeins var beðið eftir að vind lægi aðeins áður en farþegarnir voru sóttir út í vélina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×