Erlent

Fór á strippbúllu í Reykjavík og borgaði með korti konunnar

MYND/Image Forum

Norðmaður einn er í vondum málum eftir að eiginkona hans fékk kreditkortareikninginn sinn. Maðurinn hafði farið í ferðalag til Íslands og eytt tveimur kvöldum á nektardansstað. Hann borgaði fyrir herlegheitin með kreditkorti en virðist ekki hafa áttað sig á því að um kreditkort eiginkonunnar var að ræða. Frá þessu er sagt á danska vefmiðlinum avisen.dk.

Þegar konan sá vísa-reikninginn sinn brá henni heldur í brún þegar hún uppgötvaði að um fimmtíuþúsund krónur höfðu verið settar á kortið á nektardansstað á Íslandi. Grunur hennar beindist strax að eiginmanninum sem hafði verið á Íslandi á sama tíma.

Málsvörn mannsins var á þá leið að hefði ekki eytt svona miklum peningum á staðnum, heldur í mesta lagi um þúsund krónum. Hann klagaði málið því til norska bankaeftirlitsins sem fór í málið. Það hefur þí sljákkað eitthvað í karli þegar í ljós kom að hann hafði sjálfur kvittað fyrir öllum færslunum sem settar voru á kortið umrædd kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×