Hryðjuverkamenn í Írak virðast hafa notað tvær konur með Downs heilkenni til þess að bera á sér sprengjur sem urðu 99 manns að bana í Bagdad í gær. Mikill óhugur er í fólki í Írak vegna þessa. Ólíklegt er talið að konurnar hafi vitað um sprengjurnar eða gert sér grein fyrir þeim.
Konurnar voru báðar sendar á markaði þar sem verið var að selja gæludýr. Óvenju margt fólk var á mörkuðunum, enda veður með besta móti eftir kuldakast í janúar. Tuttugu mínútur liðu á milli sprenginganna, sem stýrt var úr fjarlægð. Hinir látnu voru bornir til grafar í dag.