Innlent

Kristján þór vill meirihluta með VG eða SF

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að farsælast væri fyrir borgarbúa að Sjálfstæðisflokkur myndaði meirihluta með Vinstri grænum og Samfylkingunni.

Þannig kæmist friður á og mest sátt myndi ríkja um meirihlutann. Slæmt væri að meirihlutinn héngi stöðugt á einum mann eins og hann hefur gert undanfarið.

Svandís Svavarsdóttir, sem einnig var viðmælandi þeirra Heimis og Kollu í Bítunu, tók ekki vel undir þessa hugmynd Kristjáns. Sagði hún að réttast væri að halda samkomulag minnihlutans í heiðri eins og staðan væri.

Varðandi umtal um heilsufar Ólafs F. Magnússonar sagði Kristján að honum fyndist ómaklegt að taka það inn í umræðurnar, benti á að þrátt fyrir allt væri Ólafur eini borgarfulltrúinn af 15 sem lagt hefði fram vottorð um heilbrigði sitt. Hinir 14 hefði ekki gert það og því ætti ekki að efast um heilsu Ólafs. Svona háttalag bæri að leggja af.

Svandís neitaði að tjá sig um málið er hún var spurð um afstöðu sína til þessarar umræðu.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér: http://www.bylgjan.is/?PageID=1857



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×