ESB: Áhersla á stjórnarskrá 17. janúar 2007 13:00 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, telur það söguleg mistök ef ekki takist að semja um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Um áramótin tóku Þjóðverjar við forystu í sambandinu til næstu sex mánaða og ætla sér að stuðla að því að ný stjórnarskrá verði samþykkt fyrir kosningar til Evrópuþingsins 2009. Merkel kynnti verkáætlun Þjóðverja á Evrópuþinginu í Strassborg í morgun. Hún sagði það söguleg mistök ef umræðum um stjórnarskrá sambandsins verði drepið á dreif þó svo að þeim dörgum sem fyrir liggi hafi verið hafnað í einhverjum aðildarríkja sambandsins. Mikilvægt væri að komast að samkomulagi um ný stjórnarskrárdrög fyrir kosningar til Evrópuþingsins árið 2009. Einnig yrði að leggja áherslu á umhverfismál, alþjóðaviðskipti og gerð samstarfssamninga við Rússa. Einnig yrði sambandið að koma að friðarferlinu í Mið-Austurlöndum og leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Ekki væri síður mikilvægt að tryggja sambandsríkjum næga orku og þar með öryggi þeirra. Merkel sagðist ætla að þrýsta á um að Bandaríkjamenn kæmu að gerð samkomulags í loftslagsmálum sem kæmi í stað Kyoto-bókunarinnar þegar hún rennur út 2012. Ekki væri síður mikilvægt að samræma utanríkisstefnu aðildarríkja sambandsins enn frekar. Til þess yrði að skipa utanríkisráðherra ESB. En þó áherslan sé á stjórnarskrá er alls óvíst að nokkuð samkomulag náist fyrir kosningarnar 2009. Frakkar og Hollendingar hafa hafnað þeim drögum sem lágu fyrir. Umþóttunartími er liðinn sagði Merkel og ákvörðun um næsta skref yrði að taka fyrir upphaf sumars. Erlent Fréttir Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, telur það söguleg mistök ef ekki takist að semja um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Um áramótin tóku Þjóðverjar við forystu í sambandinu til næstu sex mánaða og ætla sér að stuðla að því að ný stjórnarskrá verði samþykkt fyrir kosningar til Evrópuþingsins 2009. Merkel kynnti verkáætlun Þjóðverja á Evrópuþinginu í Strassborg í morgun. Hún sagði það söguleg mistök ef umræðum um stjórnarskrá sambandsins verði drepið á dreif þó svo að þeim dörgum sem fyrir liggi hafi verið hafnað í einhverjum aðildarríkja sambandsins. Mikilvægt væri að komast að samkomulagi um ný stjórnarskrárdrög fyrir kosningar til Evrópuþingsins árið 2009. Einnig yrði að leggja áherslu á umhverfismál, alþjóðaviðskipti og gerð samstarfssamninga við Rússa. Einnig yrði sambandið að koma að friðarferlinu í Mið-Austurlöndum og leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Ekki væri síður mikilvægt að tryggja sambandsríkjum næga orku og þar með öryggi þeirra. Merkel sagðist ætla að þrýsta á um að Bandaríkjamenn kæmu að gerð samkomulags í loftslagsmálum sem kæmi í stað Kyoto-bókunarinnar þegar hún rennur út 2012. Ekki væri síður mikilvægt að samræma utanríkisstefnu aðildarríkja sambandsins enn frekar. Til þess yrði að skipa utanríkisráðherra ESB. En þó áherslan sé á stjórnarskrá er alls óvíst að nokkuð samkomulag náist fyrir kosningarnar 2009. Frakkar og Hollendingar hafa hafnað þeim drögum sem lágu fyrir. Umþóttunartími er liðinn sagði Merkel og ákvörðun um næsta skref yrði að taka fyrir upphaf sumars.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira