Innlent

Íkveikja á Hverfisgötu mistókst

Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Hverfisgötu 34 á ellefta tímanum. Þegar komið var á staðinn hafði eldurinn því sem næst slokknað en reykur og glæður voru í húsinu sem er þriggja hæða. Húsið er ónýtt og bíður niðurrifs, að sögn eiganda.

Slökkviliðsmenn segja merki um að reynt hafi verið að kveikja í á öllum þremur hæðum hússins, í kjallara, hæð og í risi. Húsið er yfirgefið og var mannlaust þegar slökkviliðið mætti á svæðið. Unnið er að því að reykræsta húsið.

Níels Pálmar Benediktsson, framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Festa sem á húsið segir skaðann engan þar sem húsið bíði niðurrifs og sé ónýtt. Hann segir ekki vitað á þessari stundu hverjir stóðu að íkveikjunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×